Uppá síðkastið hefur mér verið hugleikin grein sem ég las í Flight International. Þetta var ritstjórnargrein sem fjallaði um hið hörmulega flugslys sem varð í sumar er B-757 og Tu-154 rákust saman yfir suður þýskalandi. Margar spurningar vöknuðu í kjölfarið um ástæður slyssins. Ein af þeim var hvers vegna báðar vélarnar höfðu lækkað flugið á svipuðum tímapunkti þar sem báðar voru búnar acas/tcas. Er farið var að rannsaka atburðina kom í ljós að flugmennirnir á 757 vélinni voru að framkvæma skipun frá acas-inu á meðan flugmenn rússnesku vélarinnar voru að framfylgja fyrirmælum frá svissnesku flugumferðarstjórninni og varð það að því slysi sem menn hafa heyrt og lesið um.
En hver var ástæðan fyrir öllu þessu og hvernig getur þetta gerst árið 2002. Ástæðan er sú að í Rússlandi gilda ákveðnar reglur er varða framfylgni við fyrirmælum frá ATC, en þar ber þér að fylgja í einu og öllu fyrirmælum frá ATC. Annarsstaðar í Evrópu er þessu öfugt farið þ.e. þér ber að fylgja leiðbeinungum sem acas-ið gefur þér.
Þetta er auðvelt um að tala en erfiðara þegar í er komið. Hvernig yrðu viðbrögð okkar þegar í aðstæðurnar er komið. Ég hugsaði með mér: auðvitað fylgi ég því sem acas biður mig að gera, til þess er tækið um borð þ.e. acas-in “tala” sín á milli og ákveða röð atburða sem leiða til ákveðins aðskilnaðar á milli véla. En gerum við það sem við hugsum? Jú auðvitað vonum við það en svo er þó ekki farið hjá öllum. Í lítilsháttar skoðannakönnun sem Flight gekkst fyrir voru nokkrir flugmenn víðsvegar að úr Evrópu spurðir að hver þeirra viðbrögð hefðu orðið. Viti menn c.a. 70% sögðust myndu hlíða fyrirmælum ATC.
Slys þetta hefur t.d. vakið upp spurningar hvort banna eigi flug Rússneskra flugvéla inn til Evrópu í ljósi þessa?

Það sem fyrir mér vakir með greinaskrifum þessum er ekki endilega að koma af stað umræðum heldur hitt að menn hugsi aðeins útí þetta og velti þessu fyrir sér.

Eigið góðar stundir

Dimitri