Jæja, þá er hann Ómar Ragnarson búinn að uppgötva nýjan flugvöll, á Kárahnjúkum. Það stendur á mbl.is að brautin sé um 600 metrar, samt sem áður þá lennti Flugfélagið þar í gær og einnig að Þóroddur Sverrisson og sverrir Þóroddsson hafi komið á sinni vél, ef mig rétt minnir TF-TAL. Ómar hefur eflaust lennt þarna margoft þegar hann hefur verið að mynda þarna fyrir fréttirnar. Ég var samt að spá í hvenær það á að vera búið að byggja þessa stíflu, og þá hve lengi við getum notið þessa vallar. Er ekki núna málið að Flugmálastjórn setji keilur og fleira dót sem þarf svo að þetta verði auðsjáankegra og jafnvel að einhver sem flýgur þarna taki niður GPS hnit sem við getum svo ratað eftir? Bara svona pæling.