Sælir Hugarar,
Ég hef verið aðeins að spöglura síðan ég sá heimildarmynd um flugöryggi á RÚV um daginn.
Þar var farið yfir sögu hryðjuverka í flugi og hvernig flugöryggi (aðallega með tilliti til hryðjuverka) væri háttað. T.d. kom það fram að fyrsta alþjóða flugið frá USA eftir 11. sept var vél ElAl frá Newark til Tel Aviv 13.september, undarlegt eða?
Vél frá ElAl hefur ekki verið rænd í háa herrans tíð og er talið öruggasta flugfélag í heimi í dag. Í þessari heimildarmynd var mikið talað við öryggisgúrúa ElAl. Þeir kynntu öryggisnet ElAl og gengdi mannlegi þátturinn þar stóru hlutverki. Fólk var semsagt “yfirheyrt” áður en það fer um borð. Einn yfirmaður hjá ElAl skammaðist mikið yfir flugöryggi í bandarískum flugvélum, þegar þú tjekkar þig inn þá er einhver fyrrum McDonald's starfsmaður sem spyr þig tveggja spurninga um hvort að þú hafir framið hryðjuverk eða langar til að fremja hryðjuverk og án þess að horfa á þig krossar hann í “no” dálkinn.
En af hverju er þetta svona? Er þetta ekki bara allt spurning um peninga? ElAl er tiltölulega lítið flugfélag, getur gert þetta og kannski þarf að gera þetta en stærri flugfélög hafa ekki bolmagn í þetta, og þetta svarar ekki kostnaði.
En á ekki flugfarþeginn samt að vita hversu öruggt er að fljúga með flugfélögum? Væri ekki hægt að setja einhvern stimpil á flugfélög, þar sem það er á hreinu að flugfélagið hefur uppfyllt einhver viss skilirði.
Sjáið þið þróunina núna, lággjaldaflugfélög spretta upp eins og gorkúlur og hvar eru þau að spara? Okey þú færð einhvern minni mat og minni þjónustu um borð, en er ekki auðveldara að tjekka inn? Gera þau ekki allt til þess að spara pening? Er ekki verið að fórna einhverju öryggi fyrir pening? Og það sem mér finns mikilvægast, á ekki flugfarþeginn rétt á því að vita hversu öruggt er að fljúga með flugfélaginu????

// Eureka