Sá miður skemmtilegi, en samt broslegi atburður átti sér stað í NY, að viðhaldsmaður við vél Flugleiða gleymdi að taka undan henni stiga sem hann notaði til síns verk, og þ.a.l. þegar frakt og farþegar var komið að einhverju leiti um borð, sieg vélin niður, og á þennan blessaða stiga. Sem gerði síðan gat á búk vélarinnar. Það þþurfti því að gera aðrar ráðstafanir með farþega. Kemur kannski ekki á besta tíma, þar sem hugprúð húsmóðir úr vesturbænum er nýbúin að koma sér í Moggan með sína harmasögu sem ´hún lennti í, þ.e. tafir og bilerí um borð sem leiddi til þess að heimferð tók sólahring í stað nokkura klukkutíma.
Náttúrulega hlutur sem getur alveg komið fyrir, þe. með stigann, en minnir mann samt pínu á mynd sem gekk um netið, af vél sem gleymdist eitthvað að skrúfa fyrir vatn og sápu, og vél og skýli var fullt af froðu, eins og klippt út úr góðri gamanmynd.
Það sem ég var að pæla og rak augun í, var að það er flugfélag, en ekki viðhaldsaðili sem ber kosnað af því að koma farþegum á hótel og heim aftur. Nokkuð sem mér finnst svolítið skrítið. Kannski getur einhver komið með rök fyrir því að þetta sé svona, en fyrir mér lítur þetta ankanalega út.