Hópflug á Hólmavík Sunnudaginn 18. ágúst stendur Flugfélagið Geirfugl fyrir hópflugi á Hólmavík. Stefnt er að eftirfarandi dagskrá:

10:00 mæting í Hreiðrinu, skýli 26.
11:00 Brottför
12:30 Allir lentir á Hólmavík
13:00 Fiskur dagsins á Cafe Riis
14:30 Galdrasýning á Ströndum
15:00 Leiðsögn um bæinn, endað á flugvellinum
16:00 Lagt af stað, flug um Vestfirði eða beint í bæinn eftir veðri og áhuga

Að sjálfsögðu eru allir einkaflugmenn velkomnir með. Skráning er á Geirfuglavefnum til að áætla hvað margir hafa áhuga á því að fara, og reyna að koma öllum til Hólmavíkur sem hafa áhuga á því að fara.

Völlurinn á Hólmavík er mjög góður. 1000 metra braut með fínni en þéttri möl. Frá vellinum er 15 mínútna gangur niður í miðbæ Hólmavíkur. Samið hefur verið um sérstakt verð á Cafe Riis, súpa og fiskur dagsins á aðeins 1.500 kr.

Nú er tilvalið að bæta fyrir Múlakot, sem fór fyrir lítið þetta árið.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Geirfugls (http://www.geirfugl.is/) þegar nær dregur.

Fyrir þá sem vilja hafa þetta helgarferð er bent á að Gunnar Þórðarson og hljómsveitin Bikkebane halda uppi fjörinu í Bragganum laugardagskvöldið 17.