Fljúgandi vængur! Fjarstýrt svifflug!
Þetta er það sem margir hafa áhuga á og ekki að ástæðulausu. Í þessu sporti, ólíkt við mótorflugið, spilar maður við náttúruna með fluginu. Maður þarf að finna heppilegt uppstreymi og til þess þarf jafnvel að klífa fjöll og hóla. Og það er ekki sjálfsagt að halda vélinni á flugi þar sem vængirnir verða að fá loftflæði til að framkvæma lyftikraft, Þetta krefst mikillar nákvæmni í fluginu og takmarkar mann við ákveðið svæði. Það er líka oft mikið stress sem fylgir lendingu og mikil hætta á að skemma módelið.

Nú er komin nýung í svifflugið. Fljúgandi vængur! Þetta er mesta snilld sem ég hef kynnst. Þetta er vængur smíðaður úr frauðplasti. Hann er ótrúlega auðveldur í smíðum. Kemur í tveimur hlutum og þarf aðeins að líma og teipa þá saman. Hann notar sama styriflöt fyrir aileron og elevator þannig að heppilegast er að vera með tölvustýringu. en einnig er hægt að nota Y-tengi. Þetta segir ykkur væntanlega að það þarf bara 2 mini-servo. einnig þarf batterí og þá er það komið… auðveldara verður það ekki. Maður bara kastarhonum fram af hvaða bjargi sem er og þarf ekki einu sinni að spá í lendingarstað, því hann skemmist bara ekki… kanski efir 100 brotlendingar :)

þeir sem vilja vita meira sendið póst á turbulence@visir.is