Sælir

Þá er hið árlega Vestmannaeyjanotam Flugmálastjórnar komið út. Það er mun jákvæðara en glaðningurinn í fyrra. Nú eru ekki settar neinar ákveðnar takmarkanir á einkaflug, en hins vegar fylgir setningin: “Einkaflug má búast við hindrunum ef aðstæður krefjast. ” Einnig verður einhver stjórnun á flughlaði og búið að setja upp Grundarbylgju (119.5).

Ég hvet þá flugmenn sem ætla til Eyja til að kynna sér þetta Notam vel og vera með leiðirnar á hreinu. Það er fátt leiðinlegra en einn vitleysingur sem tefur fyrir fjölda annara.

Textann er að finn á vef FLugmálastjórnar, http://www.caa.is/cgi-bin/atom/at_birta.pl?template=almennarc.asp&itid=559&pos=8&lst=2

Sjáumst í Múlakoti !
Kristbjörn