"Rollout" á Eclipse einkaþotunni “Rollout” á Eclipse E500 sex sæta $850,000 þotu átti sér stað sl. laugardag í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Albuquerque. Meira en 1500 manns, viðskiptavinir, undirverktakar, hluthafar, starfsmenn og fleiri voru vitni að fyrstu opinberu sýningu vélarinnar. Í síðari hluta júnímánaðar gaf fyrirtækið ekki upp heildarpantanir, en samkvæmt grein í Wall Street Journal síðasta föstudag, heldur fyrirtækið því fram að það hafi meira en 500 pantanir frá kaupendum sem hafa greitt óendurkræfa innborgun.
Stjórnarformaður fyrirtækisins sagði að þeir væru búnir að afla $38 milljóna dollara í óendurkræfum innborgunum, en fyrstu 150 framleiðslunúmerin voru seld á $150.000. Stefnt er að því að geta framleitt um 1.000 flugvélar á ári. Eins og staðan er í dag eru framleiðslunúmer uppseld fram yfir 2006 en fyrirtækið gefur ekki upp hve margar vélar það þýðir.
Eclipse stefnir enn á að halda verðinu undir $850.000 dölum með hámarksflugtaksþyngd upp á 4.700 pund, tómaþyngd 2.700 pund, 355 hnúta farflugshraða og 1300 NM drægi. Þeir stefna á fáránlegan beinan kostnað á mílu, eða 56 sent. Munið að nýr Beechcraft Baron sem er “sambærilegur”, þ.e. svipaður á þyngd kostar meira en $1.000.000 nýr, og farflugshraðinn er 200 hnútar á styttri vegalengdum. Ef við höldum áfram að bera saman epli og appelsínur, þá er 770 punda “thrust” Eclipse þotunnar svipað og hámarksafl 180 hestafla bullumótors með skrúfu.. en þar endar samanburðurinn. Eclipse þotan með sína þotumótora sem ættaðir eru af flugskeytum vigta einungis 85 pund. Eclipse heldur því fram að thrust to weight hlutfallið sé hærri en nokkur annar fjöldaframleiddur þotumótor. En, hvað er næsta stóra skref Eclipse? Eclipse vonast til að $80 milljónir (af $300 milljóna heildarfjárfestingu) muni koma þotunni í gegn um tegundaprófanir FAA og fyrstu afhendingu.
Með fjármagnssöfnun þar sem fyrirtæki náði að afla $220 milljóna dollara með módeli og viðskiptaáætlunum, má búast við að sú fjármögnun takist áður en fyrsta gagnsetning í prufuflug á sér stað. Stjórnarformaður Eclipse, sem var starfsmaður númer 18 hjá Microsoft, hefur unnið sér traust, m.a. Bill Gates sem er fjárfestir í fyrirtækinu. Engar formlegar dagsetningar hafa verið gefnar út, en líklegt er að fyrsta flugið eigi sér stað innan mánaðar. Ef dæmið gengur upp má búast við að litið verði á þetta sem verkfræðilegt afrek auk þess sem þotumótorarnir eru bylting.

Eclipse fyrirtækið verður með kynningu í Oshkosh.

Þýtt og endursagt af Avweb.com