Mazoo sendi inn grein sem endaði á korki um þetta mál. Hér eru hilmiklar pælingar um málið, og ég tel að þessi umræða eigi fullkomlega heima sem grein.

Það sem við þarf að skilgreina eru verksvið klúbbanna. Við erum með heilan helling af félögum, en lítið af fólki til að manna þau. Ef allir eru að gera sama hlutinn, hver í sínu horni, þá verður ekkert úr neinu.

Þau félög (og flokkar félaga) sem ég man eftir í svipinn eru:
- FÍE, Félaga Íslenskra einkaflugmanna
- Flugmálafélagið (og vélflugdeildin sérstaklega)
- Svæðisbundnir flugklúbbar (Mosó, Selfoss, Ísafjörður, Akureyri, Egilstaðir, fleiri?) Mismunandi virkir, og ekki til flugklúbbur í Reykjavík.
- Eigendafélög (Geirfugl mest áberandi, önnur mis aktív)
- Klúbbar um ákveðna tegund af flugi (Fluglist, fisflug, svifflugfélög, flugmódelfélög og annað slíkt)
- Sérhagsmunasamtök (hollvinir flugvallarins, 102 Reykjavík o.fl.)
- Flugskólar (ekki beint klúbbar, en þeir haf sitt hlutverk)
- Flugmálastjórn (sitji guðs englar, saman í hring)


Síðan höfum við nokkur verkefni, sem mig langar til að deila niður á þessa aðila.

- Félagslíf og uppákomur
- Hagsmunagæsla
- Útgáfa og öryggismál
- Kynning á einkaflugi og flugi almennt
- þjónusta við einkaflugmenn (planning, veður upplýsingar o.fl.)

Það flóknasta hér er sennilega að skipta verkum milli FÍE og Flugmálafélagsins. Flugmálafélagið virðist að minnsta kosti bæði vera að sjá um félagslífið (Múlakot), öryggismál (flugöryggisfundir) og kynningarmál (flugdagur 20.júlí). FÍE er ekki að gera neitt nema útvega aðstöðu fyrir fólk tilað röfla á laugardagsmorgnum.

Ég sé ekki að neitt apparat sé beinlínis að sinna hagsmunagæslu (veita olíufélögum aðhald, stoppa allar hugmydir um hærri gjöld á einkaflug, finna framtíðarlausn á einkaflugi frá Höfuðborgarsvæðinu, sjá til þess að flugskóli ríkisins sé ekki í höndum gróðabraskara, skrifa blaðagreinar og fleira tengt). Þetta er það sem AOPA er að gera í bandaríkjunum með verulega góðum árangri. Ég vil að FÍE fái þetta hlutverk.

Ég vil að stærstur hluti af félagslífi og uppákomum verði neðarlega í kerfinu, hjá svæðisbundnum klúbbum, og eigendafélögum. Einn eða tveir stórir atburðir á ári (Múlakot og flugrallý) ættu þó að skipuleggjast sameiginlega af öðru apparati, t.d. Flugmálafélagi.

Flugmálastjórn ætti að sjá um útgáfu og öryggismál að sem allra mestu leyti, með samstarfi og samvinnu við FÍE og Flugmálfélag. Svæðisbundnir flugklúbbar og eigendafélög ættu að sjá um uppbyggingu á aðstöðu fyrir einkaflugmenn. Flugmálafélag og FÍE ættu í sameiningu að sjá um kynningarmál eða skipta með sér verkum

Arngrímur er að gera vinna gríðarlega gott starf með Flugmálafélagið, en mér finnst vanta skýrara verksvið. Flugmálafélagið er sett upp sem regnhlífarsamtök annara félaga, og tekur bæði inn svæðisbundin félög og félög um ákveðnar tegundir flugs. FÍE hefur hingað til alltaf verið félag einstakling, þó nú sé rætt um að eigendafélög og flugklúbbar heilu lagi geti gengið í FÍE. Eigum við kannski að leggja niður FÍE og styrkja frekar Flugmálafélagið og aðildarfélög þess ? Breyta FÍE í Flugklúbb Reykjavíkur ? Gera FÍE að alvöru “AOPA Iceland”, sem ráðamenn og Flugmálastjórn tekur mark á ? Hver er að tala við Olíufélögin ?

Þetta er á leiðinni að verða ruglingslegt, þannig að ég stoppa hér.

Kristbjörn