Það hafa að öllum líkindum verið skrifaðar milljón greinar um þetta efni en…

Eru framtíðarhorfur í flugi virkilega svona ömurlegar eins og margir láta af? Nú nýlega var frétt í öllum helstu fjölmiðlum um stækkun Leifsstöðvar og talað var um að farþegar um Leifsstöð muni skipta fleiri milljónum innan nokkura ára, einnig var sagt að ætti að fjölga flugvélastæðum um rúmlega 20! (man ekki nákvæma tölu), þeir ætla líklega að planta flugvélum á þessi stæði og það þarf nú einhverja til að fljúga þeim… auk þess er fólki í heiminum að fjölga hratt og það hættir ekki bara að ferðast yfir höfuð þótt að séu framin hryðjuverk af og til…

Það er a.m.k. frekar erfitt að segjast ætla læra flug þessa dagana, flestir þeir ættingjar, vinir, kennarar o.fl. sem ég hef nefnt þetta við fá flog þegar þeir heyra orðið “flugmaður” eða “flugnám” þótt svo að þeir þurfi sjálfir að hoppa uppí flugvél 3svar í viku til að fara á fundi í útlöndum, þetta fólk hlýtur að halda að vélmenni fljúgi flugvélunum, eða kannski flugfreyjurnar geri það?

Það eru a.m.k. ófá skiptin þar sem mér hefur verið “skipað” að hætta að hugsa um þessa flugvitleysu og fara í “viðskiptafræði!” eða eitthvað álíka praktískt, hafðið pælt í þessu! það eru nokkur þúsund manns í viðskipta- rekstrar- tölvunar- og verðbréfamiðlunarfræði í dag! það verður ekki þverfótað hérna á Íslandi eftir nokkur ár fyrir þessu fólki, ég gæti hinsvegar trúað að það verði einhver skortur á flugmönnum á sama tíma (sbr. það að við vorum 9 á seinasta PPL námskeiði flugskóla íslands, og 6 eða 7 ætla áfram í ATPL, hvað eru 6 eða 7 manns? hálf áhöfn á B757?

Auk þess finnst mér fleiri og fleiri fréttir, jákvæðar fyrir flug í heiminum alltaf vera að berast, t.d. þessar 112 einkaþotur(Eclipse) sem einhver var að versla um daginn, ég efast um að hann ætli að láta þær standa úti á rampi til sýnis…svo er heilsíðuauglýsing í nýjast tölublaði af The Times frá nýju svissnesku flugfélagi sem segist vera með 128 þotur í gangi og 72 þotur á “pöntun”, auk þess var mynd af gullfallegri B777 merkt félaginu í auglýsingunni…

En hvað finnst ykkur um þetta? Á maður bara að hætta í þessari vitleysu og fara í viðskiptafræði eins og hinir “kynvillinganir” eins og ég heyrði einhvern kalla þá á rampinum um daginn :), fólkið getur þá bara húkið hérna heima í framtíðinni þegar það fær ekki sæti í flugvél, eða synt!

Jæja, læt þetta nægja, takk
autorelay

!!! Hvað finnst ykkur annars um opinbera heimsókn fjöldamorðingjans Yang Zeming til landins, ég var að reyna að labba frá flugvellinum útí Kópavog í gegnum Öskjuhlíðina en var stoppaður af löggunni og vopnuðum kínverjum á leiðinni og þurfti að labba með umferðinni á Bústaðarveginum, löggan var hinsvegar rosalega stolt yfir að halda öllum þessum ótýndu hryðjuverkamönnum frá Perlunni á meðan fjöldamorðinginn Yang Zeming söng “O sole mio” fyrir hátíðargesti, ég veitti því hinsvegar athygli að Fokkerar, Metro, ATR + mikill fjöldi einkaflugvéla brunuðu í loftið af brautum 13/31 á BIRK sem liggja þétt uppað Perlunni, þeir hafa ekki ákveðið að banna allt einkaflug þennan daginn eins og þegar NATO fundurinn var haldinn þótt svo að Perlan sé mun nærri BIRK heldur en Háskólabíó(NATO), blessuð ríkisstjórnin…

autorelay… aftur:)