Ég hef svolítið verið að furða mig á því að á síðasta ári fengu 180 erlendir flugmenn íslenskt flugskírteini.
Árið 2000 voru þeir 228.
FÍA hefur sent samgöngumálaráðuneytinu bréf þar sem spurt er m.a. hvort rétt sé að draga úr þessum útgáfum íslenskra flugskírteina til erlendra flugmanna þar sem tugir íslenskra atvinnuflugmanna séu án atvinnu nú um stundir.
Athygli vekur að þar sem öll flugfélög skráð hér á landi eru með íslenska ríkisábyrgð gegn hryðjuverkum amk til júníloka.
Ríkið lætur það sig það hins vegar litlu varða hvort Íslendingar vinni hjá þessum félögum.

(Þetta er endursagt úr júnífréttabréfi FÍA 2002)

Ég persónulega fagna þessu bréfi FÍA.
Hvað finnst ykkur, er eitthvað athugavert við það að erlendir flugmenn fylli í stöður sem íslenskir flugmenn gætu vel tekið ?