Flugvélaflótti ? Hvað er að gerast? Nú á síðustu dögum hafa tvær flugvélar yfirgefið landið. Þær eru RVK og BKG. Eru þær kannski fleiri? Eftir því sem ég kemst næst stendur til að selja fleiri vélar, a.m.k. fimm stykki. Þetta finnst mér uggvænleg þróun, en kannski er þetta ekki skrýtið miðað við virðisaukaskattstefnu stjórnvalda sem beinlínis heftir endurnýjun flugflota landsmanna. Þær vélar sem væntanlega yfirgefa landið með vorinu og í sumar eru flestar dýrar í rekstri og þar er sennilega skýringin. Það er of dýrt að reka einkaflugvél í dag, a.m.k. fyrir meðaljóninn, nema hann sé þeim mun efnameiri. Fimm manna eigendafélög voru mjög algeng hér fyrir nokkrum árum en þau eru óðum að breytast í allt að 10 manna félög eða leggja hreinlega upp laupana. Svo eru auðvitað undantekningar eins og flugklúbbarnir sem virðast vera skynsamlegasta lausnin, enda er ásóknin í þá stöðug sýnist mér. Hvað finnst ykkur Hugverjum? Er landinn að fækka flugvélum af illri nauðsyn eða er áhuginn að minnka? Eru kannski JAR kröfurnar að gera mönnum erfitt fyrir? Hverjar eru orsakirnar? Með von um góðar og málefnalegar umræður.