Nú svo komið að Íslandsflug hefur óbeint lýst yfir að þeir muni ekki ráða fleiri Íslendinga. Þeir hafa fengið stóran hóp útlendinga í nýjasta cargo verkefni þeirra fyrir botni miðjarðarhafs. Ennfremur ræður Atlanta ekki marga íslendinga og ef þeir gera það er það í gegnum skúffufyrirtæki sem er áhafnaleiga og kallast ACE. Þetta skúffufyrirtæki er í eigu Atlanta en skilar engum sköttum og launatengdum gjöldum af þeim fáu íslendingum sem þar starfa. Íslendingar sækja um hjá ACE í gegnum Atlanta ef þeir vilja starfa við flug á vegum Atlanta.

Hvað er svona merkilegt við þetta? Jú, öll þessi félög njóta ríkisábyrgða á tryggingum eftir 11.sep. Hvað þýðir það? Einfaldlega að við borgum brúsann ef vélar íslenskra flugvéla eru notuð til hryðjuverka. Áhættan er lítil, en félög sem starfa í Mið-Austurlöndum eru væntanlega mikið meiri. Því set ég stórt spurningamerki við það að fyrirtæki eins og Atlanta njóti ríkisábyrgða ef það skapar ekki tekjur í formi skatta og launatengdra gjalda. Sérstaklega ef það reynir svo augljóslega að komast hjá því. Ég er ekki sáttur að ganga í ábyrgð fyrir fyrirtæki sem skilar svo litlu broti af þeirri upphæð sem við höfum gengist í ábyrgð fyrir. Þetta eru peningarnir mínir og þínir. Við(ríkið) fáum lítið sem ekkert í staðinn. Nú eru atvinnulausir flugmenn á hverri bensínstöð og ekki dettur þessum félögum í hug að ráða þessa menn. Þeir ráða bara útlendinga sem engu skila til þjóðarbúsins. Þeir skapa allavega ekki mikla atvinnu á heimaslóðum til að launa íslendingum greiðann. Fólk má hafa sína skoðun á þessu en ég er ekki sáttur.

Ég er tilbúinn að halda lengra með þetta mál. Það er hvorki réttlæti né skynsemi í þessum ráðahag. Við erum ábyrg fyrir gífurlegum upphæðum en fáum lítið sem ekkert í staðinn. Þjálfun flugmanna á Íslandi legst af ef þetta er nýja stefnan. Sumir flugmenn vinna frítt aðrir fá ekkert að gera vegna þess að útlendingar hirða af þeim störfin.