Sælt veri fólkið, það er kominn dedicated server fyrir Reykjavíkurflugvöll í Flight Simulator X

Þetta er semsagt Gamespy server sem verður uppi 24/7

Ég ætti að vera með tengingu og tölvu sem ræður við að halda servernum uppi með 10-15 gestum í einu.

Það fer samt svolítið eftir gestafjölda fyrstu dagana hversu lengi eða hvort serverinn verður í gangi í framtíðinni.

Auðvitað eru allir velkomnir en ég mæli sterklega með Iceland X aukapakkanum frá Aerosoft.com við alla sem vilja heimsækja severinn.

Vonandi komumst við á það stig að geta haldið reglulegar flugkomur hér og þar um landið.

Server uppl:
Í FSX ferðu í Multiplayer og skráir þig inn á Gamespy tengipunktinn.

* Room: “Bush Flying”
* Bot name: “IcelandX”
* Password, “Eyjafjallajokull” (ef það er password)


Reglur:
1. Setja inn eitt “hæ” í spjallglugganum (gesta teljari)
2. Bera virðingu fyrir náunganum.


Hlakka til að sjá ykkur öll.
——————————–