Greinina hér að neðan er að finna á www.flugmalafelag.is


Margir eru orðnir leiðir á því að bíða eftir nýja sjónflugskortinu sem hefur verið í prentun í meira en mánuð !
Rætt var við mann sem að snýr að útgáfu kortsins í dag, og sagði hann að kortið væri enn á leiðinni í prentun. Það sem að hefur valdið þessum töfum er að margir flugmenn hafa lagt leið sína til Flugmálastjórnar og skoðað kortið, menn hafa þá haft ýmislegt að setja út á kortið og hefur FMS unnið að breytingum jafnóðum.
Áætlað er að kortið fari í prentun á næstu dögum og verði komið í dreifingu á næstu 2 vikum.
Mikið hefur einnig verið rætt um framtíð sjónflugskortsins hjá FMS, og þá meðal annars um hvort að eigi að gefa kortið út reglulega t.d. á eins og hálfs árs fresti.
Það er vonandi að menn séu nógu þolinmóðir til að bíða í 2 vikur til viðbótar og fá þá vandaðra kort í staðinn til að nota í sumar !