Nú eru kosningar í nánd og augljóst er að núverandi meirihluti borgarstjórnar vill fá BIRK í burtu. Ég held að það hafi sannast í morgun hversu nauðsynlegt er að hafa flugvöllin hér í borginni. Nú þurftu tvær 757 vélar að lenda hér í morgun vegna lélegs skyggnis í Keflavík svo lennti ein á Akureyri og ein á Egilsstöðum. Ef Reykjavíkurvöllur hefði ekki verið þá er augljóst að slæmt ástand hefði skapast ef allar þessar vélar hefðu átt að lenda á Akureyri og Egilsstöðum.

Það er alveg á hreinu ef núverandi borgarstjóri og liðsmenn hennar valta völlin úr borginni þá verður það stæsta slys í íslenskri pólitík, en hvað veit maður hvernig minnisvarði borgarstjóri vill byggja sér.

Er ekki málið að fá borgarstjóra efnin á laugardags fund í fluggarða og fá úr því skorið hvort við eigum ekki möguleika á að vera Reykvíkingar áfram.