Jónas fór að vinna hjá loftferðaeftirlitinu og var sendur upp á Norðurpól að taka út sleða Jólasveinsins áður en hann notaði hann nú um jólin.
Jónas mætir á Norðurpólinn og skoðar hreindýrin og þau eru í lagi. Hann skoðar aktygin og gefur þeim toppeinkunn. Hann skoðar sleðann og finnur ekkert að honum. Þá segir hann „Jæja, Sveinki, nú skulum við fara í reynsluflug, og ef ekkert kemur uppá, þá skal ég gefa þér flugfærnisskírteinið þetta árið.“
Jólasveinninn spennir hreindýrin fyrir sleðann og taxar út á braut. Hann er um það bil að fara að taka á loft þegar hann sér að Jónas heldur á risastórri haglabyssu. „Heyrðu, hvað ertu að gera við þessa haglabyssu?”
Jónas segir „Sko, Sveinki, ég á eiginlega ekki að segja þér frá þessu, en ég á að kanna viðbrögð þín við vélarbilun í flugtaki."