Tekið af mbl.is 20/3 2002

Grófu flugvélarskrúfu úr jökli

Beltaflokkur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík gróf aðra flugvélarskrúfu úr Eyjafjallajökli um síðustu helgi. Var það úr B-17 sprengjuflugvél sem gjarnan er kölluð “Fljúgandi virki” en hún brotlenti hátt í norðanverðum jöklinum í aftakaveðri 16. september 1944. Tíu manna áhöfn vélarinnar hafðist við á jöklinum í tvo daga en komst af sjálfsdáðum niður að innsta bæ í Fljótshlíð eftir að hafa vaðið Markarfljót.
Á rúmlega þriggja metra dýpi var komið niður á eitt skrúfublaðið og tók fimm klukkustundir að höggva skrúfuna upp úr ísnum. Skrúfublöðin eru talsvert bogin enda gekk mikið á í brotlendingunni. Þetta er önnur skrúfa vélarinnar sem næst upp úr jöklinum en í fyrravetur náði sami hópur fyrstu skrúfunni upp.

Mér langar að vita hvort einhver viti eitthvað meira um þetta mál og viti hvort vélin sjálf hafi verið grafin upp, og einnig í hvað þessar vélar voru helst notaðar til.

Davidjons