Góðann daginn

Sá merki atburður gerðist í dag að Íslenska áætlanaflugfélagið FLUGLEIÐIR HF fengu afhventa nýja Boeing 757 300 vél sem er sú fyrsta í flota flugleiða sem er af þessari tegund(300). Ég velti því fyrir mér, hvernig stendur á því að flugleiðir hafi efni á því að vera að kaupa 6 milljarða króna vél eins og staðan er hjá þeim í dag? Ég veit að það er ekkert mál að fá lán á svona vél en common. Ég flaug fyrir ekki svo löngu með Delta Express frá New York til New Orleans og vélin þar var ekkert sérlega falleg, gömul 737-200 sem var með upprunalegu innréttingunm og öllu. Ég borgaði tæpar 20.000 kr fyrir báðar leiðirnar sem ég tel að sé bara nokkuð vel sloppið en hvað með það, hvernig getur Delta látið þessar gömlu vélar fljúga og maður er ekkert að kvarta meðan flugleiðir þurfa alltaf að vera með þeannan flottræfils hátt og vera með lýjustu vélar á hverjum tíma. Ég er nú enginn viðskiptafræðingur en ég held að ef Flugleiðir ætli einhverntímann að skila hagnaði verða þeir að fara að fara að róa sig og lækka allan rekstrarkostnað. Þegar ég fer í flug þá er ég ekki að fara til þess að horfa á VIDEO og borða mat heldur að komast milli staða á sem fljótastan og ódýrastan máta.

Sorry vinir en ég verð að copy/paste textan af mbl :)

Ný Boeing 757-300 þota sem Boeing-fyrirtækið færði Flugleiðum í morgun hefur hlotið nafnið Snorri Þorfinnsson. Vélin kom í beinu flugi frá Seattle undir stjórn Hilmars Baldurssonar flugstjóra og ber íslensku skrásetninguna TF-FIX. Það var Guðríður Jónsdóttir sem gaf vélinni nafn en “skírnin” fór fram í Keflavík. Vélin er tíunda farþegaþotan í flota Flugleiða og var öllum tíu ára börnum á Suðurnesjum boðið að vera viðstödd móttökuathöfn.

Í fréttatilkynningu Flugleiða segir að koma vélarinnar marki þau tímamót að nú séu allar tíu farþegavélar Flugleiða af gerðinni Boeing 757, en að því hafi verið stefnt í hagræðingar- og sparnaðarskyni. „Flugleiðir starfrækja í sumar níu Boeing 757-200 farþegavélar auk nýju vélarinnar, en Boeing 737 vélum hefur verið skilað á undanförnum árum, þeirri síðustu nú í vor,“ segir í tilkynningunni.

Þá kemur fram að nýjar vélar Flugleiða hljóti nöfn íslenskra landnámsmanna og landkönnuða. „Nafn Snorra er vel við hæfi en hann var víðförull maður og fyrsti Evrópumaðurinn sem fæddist í Vesturheimi, sonur Þorfinns Karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur,” segir í tilkynningunni.

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, Borge Boeskov, einn forstjóra Boeing, sem er af íslenskum ættum, og Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, fluttu ávörp við móttökuathöfn. Sérstakir gestir við komu vélarinnar voru um 300 tíu ára börn úr grunnskólum á Suðurnesjum.

Þá kemur fram að nýja vélin sé mjög áþekk öðrum vélum Flugleiða og að hún sé sú stærsta í flotanum, 54,5 metrar að lengd, um 7 metrum lengri en Boeing 757-200 vélarnar sem landsmenn þekki. „Þessi gerð getur tekið um 280 farþega, en er innréttuð fyrir Flugleiðir til að taka 228 farþega. Vélin er tæknilega fullkomin, hún er sparneytin, lágvær og umhverfisvæn og farþegarýmið er rúmgott og þægilegt. Ný vél af þessari tegund kostar um 6 milljarða króna.

Mikil hagræðing er í því að hafa aðeins eina tegund flugvéla í rekstri samtímis, einkum hvað varðar þjálfun og varahluti. Betri nýting áhafna næst og mikill þjálfunarkostnaður sparast þar sem flugfólk er þjálfað fyrir eina gerð flugvéla. Einnig sparast kostnaður vegna handbóka og ýmiss konar námskeiða fyrir áhafnir, tæknilið, flugumsjónarmenn, og yfirmenn flug- og tæknideilda. Þá verður umtalsverður sparnaður við varahlutalager, þar á meðal vegna varahreyfla. Mörg smærri flugfélög aðhyllast þessa stefnu og þó einkum hin svokölluðu lággjaldaflugfélög, sem öll nýta sér kosti þess að reka aðeins eina tegund flugvéla," segir í tilkynningunni.

Til baka