Í MBL í dag er grein um flugslysið 5. ágúst 2001 þar sem TF-JMB Piper Tomahwk nauðlennti eftir heimsókn á flughátíðina í Múlakoti. Nú er komið út frá Rannsóknarnefnd flugslysa að vélin hafi verið bensínlaus. Einnig er mjög athyglisverður texti í greininni. “Í frétt frá Rannsóknarnefnd flugslysakemur fram að eins hreyfils flugvélar hafi orðið eldsneytislausar nánast árlega síðustu 15 árin og stundum hafi alvarleg flugslys hlotist af. Einnig benda þeir á kaflann ”brestir og bensínleysi" sem var í ársskýrslu RNF árið 2000.

Að vísu kom fram að TF-JMB þurfti að krækja fyrir skúrabakka og hefur það haft einhver áhrif á eldsneytis notkun, en þá er líka annað, að það var bensínbíll frá Skeljungi í Múlakoti þessa helgi þó svo ég viti ekki hvort hann hafi verið þann tíma sem TF-JMB stoppaði.

Flugmenn!
Er það ekki í okkar valdi að stoppa svona lagað, það ætti ekki að vera erfitt ef við erum með 45 mín. á vélinni þegar við lendum. Að svona slys verði á hverju ári er óásættanlegt. Það er þarna sem við getum m.a. vandað okkar vinnubrögð og séð til þess að svona lagað gerist ekki.

Verum vakandi það fer að fjölga í loftinu!

Megið þið hafa ánægjulegt flug sumar!

Skyhawk