Nýjar vélar vs. gamlar - Könnunin Þessi könnun hér á síðunni með hvort það væri ódýrara að fljúga nýjum vélum en gömlum kveikti hjá mér nokkrar spurningar. Ein þeirra er svona: Þar sem það er vitað mál að nýjar vélar bila minna og kosta minna í viðhaldi, og ættu þar af leiðandi að gefa meira af sér, hvers vegna hafa flugskólarnir þá ekki endurnýjað vélarnar hjá sér? Sumar eru árgerð 1964!!!! Ég bara spyr því flestir flugvélaframleiðendur bjóða fína samninga varðandi fjármögnun og flugskólar fá t.d. oft betri kjör en “almenningur”. Er einhver hér sem treystir sér til að svara þessari spurningu með góðum rökum? Ég bara verð að fá skýringar á þessu “ónáttúrufyrirbrigði”.