Ákvað að deila þessari söguritgerð með ykkur, njótið.

Inngangur
Í þessari ritgerð ætla ég að fara yfir þróun flughernaðar í fyrri heimstyrjöldinni. Áhrif flughernaðar á gang stríðsins og þróun flugvélarinnar sem hertæki. Ég mun taka fyrir hvert land fyrir sig og flughernað þeirra. Einnig ætla ég að fjalla um frægasta flugkappa fyrri heimstyrjaldarinnar og flugvél hans. Ég mun skoða hvaða áhrif fyrri heimstyrjöldin hafði á þróun flugvélar sem samgöngutæki.

Fyrri heimsstyrjöldin brýst út
Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út 1914 datt fáum í hug að líta á flugvélina sem hernaðartæki. Menn höfðu þó hugsað sér að hún væri nothæf til könnunar og til að sjá bak við víglínu fjandmannanna. Þær flugvélar sem voru til á þessum tímum voru heldur ekki mjög stórvirkar, þær gátu í mesta lagi flogið á 120 km á klst og upp í 3 þúsund metra hæð og flugþolið var mjög takmarkað.
Ekki voru margar flugvélar í byrjun stríðsins en það breyttist mjög hratt. Þessi veikbyggðu tæki gerð úr viðargrind og striga fóru að vekja athygli með æsilegum hernaðaraðgerðum. Riddari himinsins varð til; flugmaðurinn. Aðbúnaðurinn var ekki góður í flugvélunum, þær höfðu t.d. enginn siglingartæki en þeim var stjórnað af hugrökkum mönnum sem höfðu einu sinni ekki fallhlífar þeim til hjálpar.
Í byrjun stríðsins komu hægfara könnunarvélar, frá þeim spruttu svo eins sæta orrustuvélar með handbyssum en svo síðar meir sjálfvirkum vélbyssum. Sprengjuflugvélar komu þar á eftir bæði léttar og þungar, árásavélar til árasa á skotmörkum á jörðu niðri, sjókönnunarvélar og ótal aðrar gerðir.

Stærsta tæknihindrunin
Stærsta tæknihindrunin var vandamálið með staðsetningu vélbyssu framan á flugvélunum. Fyrst um sinn voru vélbyssurnar fyrir ofan skrúfublaðið svo byssurnar eyðilögðu ekki blaðið. Vandinn var leystur með því að breyta staðsetningu skrúfunnar og samhæfa með sjálfvirkum hætti skottaktinn snúningshraða hennar.

Flugvélar herjanna í fyrri heimsstyrjöld

Franski flugherinn

Franski herinn aflaði sér fyrstu flugvélanna árið 1910. Þegar styrjöldin braust út réði herinn yfir 24 flugsveitum með 160 flugvélum af 14 ólíkum gerðum. Frakkar urðu fyrstir til að gera loftárás í stríðinu, 14. águst 1914, þegar tvær Viosin-vélar réðust á loftskipabækistöð í Þýskalandi. Þeir urðu einnig fyrstir til að skjóta niður óvinavél.
Frakkar voru fyrsta þjóðin sem kom sér upp sértöku flugmálaráðuneyti. Þeir smíðuðu margar fullkomnar vélar, sérstaklega stóðu þeir framanlega í gerð orustuvéla svo sem Spad og Nieuport.
Spad VII og XIII(1916) voru bestu orustuvélar franska hersins. Spad VII var fyrst tekin í notkun af storkaflugsveitum Frakka en var síðar meir í flestum flugsveitum Frakka og Bandaríkjamanna. 1917 kom endurbætt útgáfa af Spad VII; Spad XIII og tók við hlutverki hennar. Framleiddar voru 15000 Spad-vélar.

Breski flugherinn

Þegar stríðið braust út voru tæpar 60 flugvélar í Royal Flying Corps(flugsveit Breta) en um hundrað flugvélar og 7 loftskip í Royal Navy Air Service(flugsveit flotans).
Í fyrstu atrennum var treyst á Frakka um að leggja fram brýnustu hergögn, en á meðan var enska flugvélaiðnaðinum komið á fót. Það var mest að þakka fáeinum ágætum flugvélahönnuðum sem gáfu Bretlandi framúrskarandi orrustuflugvélar. Það var ekki fyrr en Englendingar höfðu mátt þola miklar loftárásir þýskra loftskipa á London sem þeir komust á þá skoðun að langfleygar sprengjuvélar væru mikilvægar í hernaði og þá smíðuðu þeir á mjög skömmum tíma frábærar sprengjuvélar eins og Handley Page 0/400.
Árið 1916 var stofnað flugmálaráðuneyti Breta og 1917 var flugherinn Royal Air Force stofnaður með því að sameina allar flugsveitir þeirra.
Bretar áttu eftir stríðið 532 flugkappa sem höfðu skotið niður 5 eða fleiri óvinavélar fremstu þeirra var Edwvard Mannock sem skaut niður 73 óvinavélar. Til fróðleiks má bæta því við að hann var blindur á öðru auga.

Handley Page 0/400 var fyrsta raunverulega þunga sprengjuflugvél Breta. Hún gat borið tólf 51 kg sprengjur eða eina risavaxna 748 kg sprengju. Hún var meðal annars notuð til næturloftárasa á síðustu mánuðum stríðsins á bak við víglínur Þjóðverja.

Rússneski flugherinn

Rússnenska keisaradæmið átti aðeins 150 flugvélar í stríðsbyrjun og flestar voru það flugvélar keyptar frá Frakklandi. Rússar gátu þó montað sig á því að hafa smíðað fyrstu risavöxnu flugvél heims, Ilya Mourmetz. Hún var fjórhreyfla sprengjuflugvél og afrekaði það að fara í 400 árasaferðir en missti aðeins 2 vélar allt stríðið. Rússar geta ekki státað sig af fleiri flugafrekum í fyrri heimstyrjöldinni.

Ilya Mourmetz V var fyrsta fjórhreyfla flugvél heims, hún fór fyrst á loft 13. maí 1913 og í febrúar á næsta ári sló hún „lyftimet“ heimsins með því að bera 16 farþega upp í tvö þúsund metra hæð. Ilya Mourmetz V tók fyrst þátt í hernaðaraðgerðum árið 1915 þá vopnuð sjö vélbyssum og 500 kg af sprengiefni.

Ítalski flugherinn

Þó Ítalir voru fyrstir til þess að nota flugvélar í hernaði við Tyrki í Líbíu 1911 voru aðeins 89 flugvélar í flugher þeirra þegar þeir fóru í stríðið. Flugvéla iðnaður þeirra var í fæðingu og árið 1915 framleiddu þeir aðeins tæplega 400 vélar og allar samkvæmt frönsku framleiðsluleyfi.
Í stríðslok voru 1758 flugvélar í hernaðarþjónustu og allar heimasmíðaðar. Hins vegar er það ljóst að hefðu Ítalir ekki fengið orrustuvélar frá Frakklandi hefðu þeir ekki geta háð loftstríð.

Bandaríski flugherinn

Þegar Bandaríkin komu í stríðið 6. apríl 1917 áttu þeir rúmlega hundrað flugvélar og áttatíu flugmenn en engan flugvélaiðnað. Fyrir stríð litu yfirmenn hersins ekki til þróun flugmála í stríðinu í Evrópu vegna þess að þeir héldu að Bandaríkin myndu haldast utan við átökin.
Þegar fyrstu herflokkarnir komu til bardaga í Evrópu voru þeir svo ílla staddir að þeir urðu að fá allar sínar flugvélar frá Frökkum.
Stór hópur bandarískra sjálfboðaliða hafði barist við Þjóðverja síðan 1916 í 124. Flugsveit Frakka þrátt fyrir hlutleysi móðurlandsins.
Afrek Bandaríkjanna á sviði flugsins voru ekki mörg í fyrri heimstyrjöldinni en þeir áttu eftir að bæta fyrir það í seinni heimstyrjöldinni.

Þýski og austuríski flugherinn

Í byrjun heimsstyrjaldarinnar áttu Þjóðverjar öflugustu flugsveitirnar um sex hundruð flugvélar og sex loftskip. Austurríkismenn voru dálítið veikari með 150 flugvélar. Þrjú meginatriði gáfu Þjóðverjum forskot, meiri fjöldi flugvéla, meiri framleiðslugeta og þeir höfðu á sínum snærum færustu flugvélahönnuðum eins og Hollendingnum Anthony Fokker. Afleiðingin varð að þeim tókst að halda yfirráðum í lofti mjög lengi.
Samtals smíðuðu þeir 48000 flugvélar á styrjaldartímanum. Á Sama tíma framleiddu Austuríkismenn rúmlega fimm þúsund flugvélar.

Fokker E. III var flugvélin sem Þjóðverjar náðu yfirburðum með í lofti í byrjun stríðsins. Hún hélt yfirráðum í lofti fram í janúar 1916. Þjóðverjinn Max Immelmann hlaut frægð og dauða á fokker E, þá búinn að skjóta niður 15 óvinveittar vélar.

Rauði Baróninn

The Red Baron eða Rauði Baróninn á íslensku var þýskur flugkappi að nafni Manfred von Richthoven. Hann er frægastur af öllum flugköppum í fyrri heimstyrjöldinni vegna fjölda lofsigra, þeir voru 80 talsins. Hann fékk viðurnefnið Rauði Baróninn vegna þess að hann málaði alltaf flugvélar sínar rauðar til þess að óvinir og vinir þekktu flugvél hans frá öðrum flugvélum. Manfred lést 21. apríl 1918 þegar hann var skotinn niður, ekki er enn vitað hver hafi virkilega skotið hann niður, annaðhvort voru það óbreyttir austurískir hermenn á loftvarnarbyssu eða kanadíski flugmaðurinn Roy Brown. Þjóðarsorg braust út í Þýskalandi þegar hann lést.
Hann sýndi óvinum sýnum ekki mikla virðingu og mælti eitt sinn þetta : „Þegar ég hef skotið niður Englending er veiðieðli mínu fullnægt í korter“

Flugvélin hans

Frægasta flugvélin sem hann flaug var þríþekjan Fokker Dr. I þriðji vængurinn gaf flugvélinni auka lyftikraft og hún varð auðveldari í stjórnun. Þótt að hann hafi aðeins unnið 19 af 80 flugorrustum á henni er hann alltaf kenndur við þessa vél. Ástæðurnar fyrir því að hann sé kenndur við þessa vél er að hann var skotinn niður á Fokker Dr. I og hvernig hann nýtti sér yfirburði hennar í orrustum.

Lokaorð

Á einungis fimm árum styrjaldarinnar þróaðist flugið stórkostlega og flugið varð mikilvægur liður í hernaðaraðgerðum og átti mikinn þátt í lokasigri bandamanna.
Á aðeins fimm árum smíðuðu styrjaldarþjóðirnar 177.000 flugvélar sem er rosalega há tala og til samanburðar má nefna að frá upphafi flugsins 1903 til stríðsbyrjunar 1914 voru einungis smíðaðar samtals 10.000 flugvélar um allan heim.
Í stríðslok var þróun flugvélarinn búin að taka stórt stökk fram á við. Flugvélar sem komust með 200 km hámarkshraða upp í 6 þúsund metra flughæð voru komnar fram á sjónarsviðið, sprengjuvélar sem gátu borið 1,5 tonn af sprengiefni upp í 4500 m hæð og höfðu 500 km flugþol! Tækniþróunin sem varð í fluginu 1914 til 1918 var næstum ótrúleg. Fyrri heimstyrjöldin var hryllilegur harmleikur en þýðing hennar fyrir þróun flugsins sem samgöngutæki var ómetanleg.
 


Heimildarskrá

Angelucci Enzo . 1973. Flugvélabók. Þorsteinn Thorarensen íslenskaði. Fjölvaútgáfan, Reykjavík.
Grant. R.G. 2002. Flight : 100 years of aviation. Dorling Kindersley, London.
Poulsen Henning . 1985. Saga mannkyns. Gunnar Stefánsson íslenskaði. Reykjavík, Almenna bókafélagið.


Endilega commenta;)