Sælir
Á fimmtudaginn verður margumrætt frumvarp 
samgönguráðherra um stóraukin völd FMS tekið til 2. umræðu 
á Alþingi.  Þingpallar eru öllum opnir, og hvet ég þá sem eiga 
heimangengt til að láta sjá sig, og heyra hvað alþingismenn 
hafa um málið að segja.
Dagskrá Alþingis þessa vikuna er á vefslóðinni 
http://www.althingi.is/vikan/vikan.html
Fundur hefst kl. 10:30, og er loftferðafrumvarpið fyrsta mál á 
dagskrá.
Nú er tækifæri til að sýna að við látum ekki vaða yfir okkur 
alveg þegjandi og hljóðalaust.
Kristbjörn