Það er eins og hafi allveg gleymst að ræða Keflavíkurflugvöll(BIKF), í umræðunni um aðalvöll fyrir innanlandsflug.
Þess vegna langar mig að benda mönnum/konum á að BIKF er herflugvöllur sem við höfum ekkert vald yfir og þó svo að völlurinn sé opin fyrir almannaflug í dag að þá þarf ekki mikið að breytast í heimspólitíkinni til að BIKF verði lokað fyrir almannaflugi og þá jafnvel fyrirvaralaust.
Það að sá möguleiki sé til staðar að vél fari t.d. frá Keflavík til Akureyrar og aftur til Keflavíkur, en á meðan á flugi hennar stendur gerist eitthvað einhverstaðar í heiminum og Bandaríkjamenn ákveða að loka BIKF fyrir öllu almannaflugi samstundis,og BIRK(Reykjarvíkurflugvöllur) hefur verið lagður niður, þá hefur þessi vél engan flugvöll að fara á.
Þess vegna og margra annara ástæðna tel ég að BIRK(Reykjarvíkurflugvöllur) eigi að standa um ókomna framtíð á þeim stað þar sem hann er best niðurkominn, þar sem hann er í dag í Vatnsmýrinni og það mætti hugsanlega stækka hann eitthvað og hafa hann þannig að hann geti tekið við millilandafluginu ef BIKF yrði lokað fyrir allt almannaflug.

Socata