Ég stefni á flugnám á næsta ári,en ég fékk flugdelluna fyrir nokkrum árum.Pabbi minn er flugstjóri og er búinn að vera það í mörg ár ásamt afa mínum sem að er vel þekktur innan flugsins og er búinn að fljúga í um 40 ár,ef ekki meira.Á þessum góða degi var mjög gott veður,ekki ský á himni og frekar heitt.Ég hringdi í pabba minn og spurði hann hvort að hann gæti sótt mig og farið með mér útá völl,hann sagði já og sótti mig.Eftir sirka klukkutíma lagði pabbi bílnum í bílastæði fyrir utan Flugskóla Íslands.Við löbbuðum inn og pabbi fór strax í það að tala við kunningja sína.Ég litaðist um og fékk verðskrá yfir allt flugnámið og nokkra bæklinga,og mér leist bara mjög vel á þetta.Pabbi spurði mig hvort að ég vildi ekki taka stuttan hring,ég brosti til hans og svaraði játandi,en þetta mun hafa verið í fyrsta skipti sem að ég flaug flugvél.Ég fór með manni að nafni ingvar í TF-ICY og ég settist vinstra megin.Hann fór yfir lítið blað og útskýrði fyrir mér hvað væri hvað og hvernig þetta allt virkaði.Svo settum við headsettinn á okkur og ég setti vélina í gang.Svo tók ég hana á loft og við flugum yfir kópavog,svo ákváðum við að fara til baka.Hann ásamt þeim í Flugskóla Íslands sögðu mér að koma endilega aftur í annað prufuflug því að þeir sögðu að ég hafi skemmt mér svo ákaflega vel,hehe.

Þetta var mjög gaman og spennandi dagur,en ég á eftir að fljúga nokkrum sinnum í sumar með afa mínum,ég hlakka mikið til þess :D.