Ég hef verið að lesa um þær áætlanir margra Alþingismanna að færa Reykjavíkurflugvöll upp á Hólmsheiði, eða til Keflavíkur. Ljóst er að allir flugmenn, verðandi flugmenn og yfirleitt allir sem not hafa af vellinum eru á móti því. Margir hafa þekkingu á og góð rök fyrir, af hverju á ekki að færa flugvöllinn. Hugmynd mín er að búin verði til umræðuhópur á spjallinu, þar sem sendar eru inn hugmyndir og rök, fyrir núverandi staðsetningu. Á einum stað verði þannig búinn til banki af “meðrökum”.
Menn með góða þekkingu yrðu síðan fengnir til að samhæfa, það sem fram kemur. Þetta yrði síðan gert aðgengilegt öllum sem eru meðmæltir því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Þá er ég tala um menn eins og núverandi borgarstjóra, sem virðist ekki alltaf nægilega rökfastur.

Punktar / flokkar:
• Kostnaður
• Veður
• Aðflug, hindranir
• Fjarlægð í sjúkrahús
• Atvinna
• Grasrótin
• Og fleira og fleira


Mig langar að vitna í grein sem er á Spjallborði www.flugnet.com, undir ,,Flugvöllur + Hómsheiði = chaos''http://www.flugnet.com/spjall/viewtopic.php?t=1466 sem er mjög upplýsandi.


Mér finnst að eigum allavega að reyna að gera eitthvað í þessu. Leiðinlegt að horfa upp á að flugvöllurinn verði færður og engin sagði neitt né gerði í því að reyna að halda þeirri satðsetningu sem hann er á í Vatnsmýrinni.


Bestu kveðjur

Flugmadurinn
“A superior pilot uses superior judgement to avoid situations which might require the use of his/her superior skills”