Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp frá Sturlu Boðvarssyni um aukin völd FMS. Þessi auknu völd hafa það í för með sér að FMS hefur fleiri úrræði að spila úr s.s. sviptingar á skírteinum. Ég er reyndar ekki viss um hvað stendur nákvæmlega í þessu frumvarpi, en annað veit ég og það er að félag íslenskra atvinnuflugmana fékk það til umsagnar.
Þeir skiluðu sinni niðurstöðu, og sögðu að lítið sem ekkert traust ríkti milli flugmanna og FMS, sem er alveg rétt held ég. FMS hefur staðið fyrir mörgum ótrúlegum gjörningum sem eru ekki til þess fallnir að auka traust á þeirri stofnun.
En….Þessi umsögn FÍA fór eitthvað fyrir brjóstið á okkar ágæta samgönguráðherra sem las út úr því að flugmenn væru að krefjast einhvers afsláttar á flugöryggi.
Nú spyr ég: Hvað er að?
Við flugmenn (atvinnu- eða einka-) erum þeir sem þurfum og viljum starfa í þessu umhverfi, og segja að við viljum ekki flugöryggi er hin mesta firra. Það er hagur okkar allra að flugöryggi sé sem best og mest, því öll viljum við koma heil niður aftur.
Hins vegar er spurningin hvort flugöryggi sé bætt með því að auka refsingar.
Ég held að það fyrsta sem ætti að gera til að auka öryggi væri að auka það traust sem ríkja þarf milli flugmanna og Flugmálastjórnar. Ef það er til staðar, þá geta menn farið að vinna saman að sameiginlegum markmiðum og hætta að kíta, því eins og staðan er í dag er ein af mestu lygum heimsins: “Ég er frá Flugmálastjórn, og ég er hér til að hjálpa þér”.
Ég bara vona að smagönguráðherra okkar átti sig á að hér er vandamál sem þarf að leysa, og það verður ekki gert með sleggjudómum á flugmenn.

Kveðja
Fresca
Kveðja