Þegar ég frétti að Cirrus ætlaði að smíða þotu að þá vissi ég að eitthvað stórkostlegt væri á leiðinni!
En ekkert hefði getað undirbúið mig fyrir það þegar ég loksins sá myndir af þotunni.. ..þvílík hönnun og fegurð blönduð með snilld og tækniviti gerir ótrúlega útkomu.

Hún er kölluð “The-Jet” sem gefur til kynna að þarna er ekki bara eitthvað drasl!

Til að eiga möguleika á að eignast eina af fyrstu þotunum þarftu að borga 100 þús dollara sem er tæplega 6,4 milljónir Isk. Mér finnst það ekki mikið en ég held að þotan kosti meira, þetta er bara svona til að eiga möguleika á að fá þotuna fljótlega. En ég veit það ekki, kemur bara í ljós…

Þið sem ekki þekkið Cirrus ættuð að kynna ykkur málið, þekktustu vélar þeirra eru einshreyfils og kallast bæði SR-20 og SR-22. Þær eru útbúnar fallhlíf sem notast ef vélin bilar.

En aftur að þotunni, hérna koma nokkrir punktar um tækni og fleira…


_______________

Skrokkurinn er að ég held úr “Carbon fiber” plasti og er sérstaklega hannaður til að vera léttur, með litla loftmótstöðu og sterkur. Cirrus menn notuðu hannanir úr fyrri vélum sínum til að gera “the ultimate” þotu! Það má segja að þeir hafi blandað saman nánast öllum sínum fyrri vélum til að gera þessa.

Vélin er einshreyfils og hreyfillinn kemur ofan á vélina svipað og F-16 viper nema að þar er það á belgnum. Loftinntakið er á þakinu og blæs kraftinum á milli V-laga stéls.
Cirrus mennirnir reiknuðu út að 2 vélar með jafnmikinn kraft og 1 vél væri dýrara og ákváðu að halda sig við 1 vél!

Stjórnklefinn er nútímalgur og einfaldur. Það er 1 stór skjár, stjórnpinni gluggamegin og aflstöng á milli flugstjórasætanna sem minnir meira á gírstöng úr sjálfskiptum bíl!


Fyrir meiri upplýsingar og myndir og þannig..

http://www.the-jet.com/design_notes/design_notes.html

___________________

VIDEO linkur!

http://www.the-jet.com/wmv/the-jet-high.wmv

___________________


Myndir










_________________

Tæknilegar uppl.

—-

Vélin er útbúin fallhlíf.

Hún tekur 7 manns (5 manns auk flugmanna)

* Áhöfn: 1-2
* Fólksfjöldi: 7
* Hæð: TBD
* Lengd: TBD
* Þyngd (tóm): TBD
* Vængir: 38.4 fet (11.7 m)
* Mesta flugtaks þyngd: TBD
* Handfarangur: 1,000 lb (450 kg)
* Eldsneyti (max): 1,800 lb (820 kg)


Performance

* Vélar: 1 × Williams FJ33-4
* Kraftur: 1,900 lbf (8.5 kN)
* Meðlahraði: ~ 300 knots
* Drægi: ~ 1,000 nm (1,900 km)
* Klifur: ~3,000 ft/min (15 m/s)
* Flughæð (max): 25,000 feet (7,600 m)


_________________

Heimildir



www.the-jet.com

http://en.wikipedia.org/wiki/Cirrus_Jet


____________________

Endilega segið mér hvað ykkur finnst um þessa vél og líka ef það má bæta einhverju við…