Sælir

Síðan ég byrjaði að fljúga hef ég alltaf getið gengið inn um
hlið og beint inn á völl. Í morgun gerðist það í fyrsta skipti að
ég mætti fyrirstöðu á leiðinni. Slökkviliðið hafði upp á sitt
einsdæmi ákveðið að nú væri góður tími til að læsa
gönguhliðinu við Fluggarða. Gönguhliðið er það hlið sem ég
er vanur að nota, og það hlið sem vallaryfirvöld hafa verið að
benda okkur einkaflugmönnum á að nota til að minnka
bílaumferð um svæðið.

Eftir að ég hafði upp á Slökkviliðsmönnum útskýrðu þeir að
þetta væri nýtt plan hjá þeim. Þeir prófa að læsa einu og einu
hliði, og ef enginnn kvartar verður hliðið læst áfram. Sér
einhver eitthvað athugavert við þessi vinnubrögð ? Útkoman í
dag var að ég notaði klukkutíma af dagsljósi í að keyra
hringinn í kringum völlinn, finna hver bar á byrgð á þessari
vitleysu, og útskýra af hverju þetta væri ekki góð hugmynd.

Að sjálfsögðu vil ég helst að hægt sé að hafa völlinn opinn,
þannig að hægt sé að kalla þetta almannaflug, frekar en
lokaðan einkaklúbb, en ef það þarf að læsa, þá á alla
veganna að vera hægt að tilkynna slíkt með fyrirvara, og
útdeila lyklum. Þegar til átti að taka var Slökkviliðið ekki einu
sinni með lykil sem gekk að hliðinu, þannig að þeir þurftu að
skrúfa læsinguna í sundur til að hægt væri að komast inn á
völlinn.

Hvað verður næst ? Getum við búist við að hliðum verði
fækkað niður í eitt með vaktmanni frá níu til fimm ? Ég vil
komast inn á völlinn þegar mig langar að fljúga.

Kristbjörn - hundfúll