Sælt veri fólkið. Ég hef að undanförnu sótt nám við flugskóla íslands til atvinnuflugmanns. Það er vitað mál að undanförnu hefur verið einróma álit á þessu sam-evróskuprófum að þau séu rugl og oft á tíðum hrein þvæla fram og til baka um ekki neitt. Vissulega var ekkert vitað um þetta þegar þessu var öllu saman hrint í framkvæmd en fyrir mitt leyti er ekkert nýtt að koma fram í þessu prófum. Kennslan í skólanum var hreinlega sniðin að þessu prófum, það var allt kennt, sagt hvað hefði verið spurt um og hvað hefði verið rétta svarið og afhverju. Það er nú ljóst að lang flestar af þessum spurningum eru að koma aftur og aftur með einstaka atviki sem er eitthvað nýtt, og villur í prófum hafa víst farið fækkandi. En eftir minni bestu vitund er farið að hlýða á fólk af meiri sanngirni en áður var. Til að mynda voru tvær spurningar í síðusta prófa seríu með tveimur réttum svörum og FMS gaf rétt fyrir bæði svörin sem hefur þótt saga til næsta bæjar. Það er ekki hægt að segja að þetta hafi ekki batnað og sé hrein vitleysa hér á landi. Ég vil bara hvetja fólk til jákvæðrar umræðu hér um skemmtun og fjölbreitileika flugsins hér á landi og hvernig mætti bæta það sem fyrir er. Með kveðju Beegee :)