Ekki mjög sportlegt að kópera allt uppúr blöðunum en þetta eru góðar fréttir, og þær eru ekki á hverju strái.
kv.P
Innlent | Morgunblaðið | 08.12.2001 | 17:00

Atlanta leigir tvær þotur til fraktflugs


Flugfélagið Atlanta hefur leigt tvær Boeing 747-200 fraktþotur til 18 mánaða. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, segir félagið sjá sóknarfæri í útleigu slíkra véla til fraktflugfélaga og standa nú yfir viðræður við Cargolux um leigu á annarri þotunni frá 15. janúar. Þoturnar voru farþegaþotur og í eigu British Airways en fjármögnunarfyrirtæki keypti þær og lét breyta til fraktflutninga.

Hafþór segir að Atlanta hafi náð hagstæðum samningum við fyrirtækið um leigu á þotunum. Er aðeins greidd leiga fyrir flugtíma og segir hann fjárhagslega áhættu því enga. Atlanta hefur þegar tekið við annarri þotunni eftir breytingar í Hong Kong. Skráningarstafir hennar eru TF-ATZ. Þotan flaug sl. sunnudag frá Hong Kong með frakt til Luxemborgar fyrir Cargolux. Síðari þotan, TF-ATX, verður tilbúin í lok janúar og segir Hafþór nú leitað verkefna fyrir hana.

Fraktflutningar að aukast

Sem fyrr segir eru báðar þoturnar breiðþotur af gerðinni Boeing 747-200. Er sú sem þegar hefur verið afhent ein sú síðasta sem framleidd var af þeirri gerð, árið 1988.

Hafþór segir forráðamenn Atlanta hafa um skeið íhugað að fara inná þessa braut. Bandarískt félag, Atlas Air, hafi verið svo til einrátt á þessum markaði að leigja flugfélögum fraktvélar. Segir hann samkeppnina trúlega einkum verða við það félag. „Við erum með öðrum orðum að gera það sama í frakt og við gerum í farþegafluginu, að fljúga fyrir önnur flugfélög með því að leigja þeim vélar okkar,“ segir Hafþór. Fraktþoturnar verða mannaðar flugmönnum Atlanta. Hafþór telur fraktflutninga heldur vera að aukast eftir nokkra lægð síðustu mánuði. Segir hann sóknarfæri á þessu sviði ekki síst vegna þess hversu hagstæður leigusamningur náðist um þoturna