Lággjaldaflugfélögin Ég hef lengi velt því fyrir mér hvers vegna Flugleiðir hafa ekki fyrir löngu tekið leiguflugsmarkaðinn með trukki. Þeir hafa allt sem til þarf, mannskap, þekkingu og reynslu. Þetta er sérstaklega skrýtið þegar þeir hafa horft upp á Atlanta vaxa hratt og dafna mjög vel. Í MBL í dag kemur skýrt í ljós að þeir hafa loksins vaknað af þyrnirósarblundinum, með timburmenn. En að öðru leyti virðast lággjaldaflugfélögin vera “ðe vinners” um þessar mundir. Þau hirða upp “slot” sem stærri félögin eru hætt að nota vegna samdráttar, stækka netið sitt og fjölga áfangastöðum. Magnað, og ég er viss um að marga hefur grunað það gagnstæða, þ.e. að félögin græddu svo lítið pr. miða að þau þyldu ekki svona mikla kreppu. Annað er komið á daginn. Skoðið heimasíður fremstu félaganna í þessum bransa. www.easyjet.co.uk,
www.southwest.com, www.gofly.co.uk og ryanair.com. Svo væri líka gaman að heyra ykkar reynslu af því að fljúga með þessum félögum. Eru þau verri eða betri en íslensku félögin?