Boeing 747 er mjög þekkt breiðþota, enda eru mjög mörg flugfélög með Boeing 747 í notkun, og þá aðalega 747-400 nú til dags. Það var hann Joe Sutter sem var yfirhönnuður þessa frábæru flugvélar af 4000 hönnuðum og þá var það Boeing 747 sem var ekki með neitt númer en nú hafa boeing verksmiðjurnar verið að halda áfram með að þróa þessa vél: oeing 747, 747-100, 747-200, 747-300, 747-400 og nú er verið að hanna 747-800. Hann Joe Sutter var ungar að aldri þegar hann fékk áhuga fyrir flugi. Hann smíðaði flugmódel í frístundum sínum og horfði á fuglana og pældi í því hvernig þeir myndu fljúga. Ég held að hann hafi samt aldrei langað að verða flugmaður. Mjög mörgum flugmönnum langar að fljúga svona vél enda er sagt að þetta sé snilldar vél. Hún flýgur alveg upp í 12 tíma ferðir og flugþolið hennar á t.d. Boeing 747-400 er 7260 sjómílur. Boeing 747-400 er 70.6 metrar á lengd, 19,4 metrar á hæð og vængirnir eru 64,4 metrar á lengd. Hún flýgur á mach 0.85 eða 85% af hljóðhraða og hámarkshraðinn er mach 0.92 eða 92% af hljóðhraða.


Boeing 747 átti formlega að vera með tveim dekkjum alla leið eins og Airbus A380 þotan, en síðan komust hönnuðirnir af því að það væri bara ókostur bæði með frakt og farþega að gera, ef hún hefði verið tveggja dekkja þá væri erfiðara að hlaða hana og hún gæti ekki tekið jafn stóra hluti. Það skiptir líka máli að það sé ekki mikil hæð þegar það er verið að hlaða hana og þá yrði líka að vera sér gámar fyrir hana. En ókosturinn með farþegana ef hún væri tveggja dekkja er sá að það myndi auðvita skipti máli að farþegarnir fái nóg pláss á efri hæðinni líka en þá myndi lestin fyrir töskurnar minnka. Þið sjáið að það er smá stubbur fremst á vélinni sem er tveggja hæða og það var gert til þess að það væri hægt að opna nefið á henni og þess vegna hægt að auðveld því að hlaða hana með því að geta keyrt fraktina beint inn.

Meðal þeirra flugfélaga sem nota hana fyrir farþega eru:

British airways
Japan airlines
Lufthansa
Qantas
United airlines
KLM
Singapore airlines
Korean Air
Kathy pacific
Thay airways
Air france
Northwest airlines
China airlines
EVA air
Virgin Atlantic airways
Air china
Air India
Air New Zealand
South African Airways
Saudi Arabian Airlines
Air Pacific.
Air atlanta



Og síðan eru það frakt flugfélögin:

Korean air cargo
China airlines cargo
Singapore Airlines Cargo
Cargolux
Cathay pacific cargo
Polar air cargo
Air china cargo
Air france cargo
Atlas air
Emirates skycargo
EVA air cargo
JAL cargo
KLM cargo
China suthern cargo
Great Wall airlines
Dragonair cargo
TNT airways
China Cargo Airlines
Martinair cargo

Árið 1971 gerðist eitt frægt flugatvik með boeing 747 og það var þannig að hún var í flugtaki og ók á aðflugsljósin, tvö hjólastell fóru af henni og þrjú vökvakerfi af fjórum skemmdust og það var samt hægt að nota stýrið og rudderinn til þess að geta lent aftur á flugbrautinni, en það þurfti að sjálfsögðu að sleppa eldsneyti úr vélinni.


Það eru viss atriði sem ég er búinn að pikka upp úr bókinni hans Joe Sutter sem heitir “747” og ég mæli með því að þið lesið þessa bók.

Takk fyrir lesturinn.