AVGAS vs JET A1 Komiði sælir.

Ég var að lesa grein í nýjasta blaði tímaritsins Flyer þar sem verið er að fjalla um nýja gerð mótora fyrir litlar einkaflugvélar. Þetta væri ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að þessir mótorar ganga fyrir Jet A1 en ekki gamla góða avgas. Þeir segja að búið sé að prófa þennan nýja hreyfil í Piper Pa 28 og C172. Fljótlega á svo að fara að reyna hann á socata tb 9. Þeir tóku dæmi með Piperinn að klukkustundarflug með venjulegan Lycoming hreyfli með avgasi þá kostar hann 35 pund. Þegar notað er Jet A1 kostar klukkutíminn aðeins 6 pund. Allt þetta er miðað við 160hp hreyfli með 3ja blaða skiptiskrúfu. Eftir að hafa lesið grein þessa þá fór ég að pæla hvort þetta muni ekki koma sem vítamínssprauta í einkaflug því kostnaður mun minnka OG flugnám mun kosta minna. Nýr svona mótor mn kosta um 24000-25000 pund og því tel ég að allir muni fá sér svona mótor þegar fram í sækir.
Fyrir stuttu var mótorinn TAE 125 OG TAE 110 samþykktir af JAA fyrir litlar einkaflugvélar.