Að spila flugherma (FS), er góð skemmtun. Einnig nota margir FS sem vettvang til þjálfunnar í flugnámi. Í þessari grein verður gengið útfrá notkun Microsoft Flight Simulator 2004. (MSFS-9) Ekki svo að skilja að það sé sá eini eða besti, langt því frá. MSFS er alls ekki gallalaus, hann er samt sem áður sá útbreiddasti og mest notaði á heimsvísu.
Margur ungur maðurinn hefur hafið langan og farsælan flugmannsferil fyrir framan MSFS og tekið ólæknandi bakteríu uppfrá því. Og það er viðurkennt að MSFS hefur töluvert þjálfunnargildi þegar kemur að flugi yfir almennt. Að talað sé nú ekki um eftir að ATC (flugumferðarstjórn) varð að fítus inní FS9. En samt vantaði uppá raunveruleikann. Í upphafi var frekar einmanalegt að fljúga í FS þar sem engar aðrar vélar voru sjáanlegar. En með tilkomu Squawkbox forritsins árið 1997 var svo komið að mönnum var gert kleift að sjá hvor aðra og spjalla saman. Mikil þróunn átti sér stað á stuttum tíma og árið 2001 var Virtual Air Traffic Simulation Network (VATSIM) stofnað og þar með var kominn vettvangur fyrir alla heimsins FS áhugamenn til að sameinast. Nú í dag er þetta ótrúlega útbreitt og öflugt samfélag sem sameinar menn í áhugamálinu á heimsvísu.
Um daginn sat greinarhöfundur t.d. á stæðinu fyrir framan Viðhaldsskýli Icelandair í Keflavík (á netinu auðvitað) og spjallaði við gaur sem sat við tölvuna sína í Sydney í Ástralíu. Hann var í World Tour(hringflugi um heiminn)á Challenger en ég var að klára BIRK-BIVM-BIKF á Dash 7. Þetta var mjög skrítinn aðstaða. Tveir aðilar sinn hvoru meginn heimskringlunnar að spjalla saman um sameiginlegt áhugamál.
Nú er svo komið að hægt er að fylgjast með netflugstraffík með forritinu ServInfo. Það sýnir á einfaldann og auðskilinn hátt hverjir eru tengdir og hvar. Menn geta skoðað flugplön, ATIS, METAR og margt fleira hvar sem er í heiminum.
Þar með er ekki allt upp talið. Það er líka hægt að gerast flugumferðarstjóri á netinu. (ATC) Það er að vísu nokkuð lengri ferill en að byrja að fljúga á netinu en engu að síður mjög skemmtilegt fyrir þá sem áhuga hafa. Það gerir einnig flugið mun raunverulegara fyrir vikið. Það er hægt að finna ýmis forrit á netinu sem gera mönnum kleift að gerast ATC. En það gerist enginn ATC án þjálfunnar frá viðurkenndum aðilum Virtual Area Control Center(VACC). Til dæmis heyrum við íslendingar undir VACCSCA, norrænu “netflugumferðarstjórnina”. Hana má heimsækja á vaccsca.org .
Netflugið gerir manni líka kleift að fljúga við þær verðuraðstæður sem eru í gangi hverju sinni. Það er tekinn af manni sá möguleiki að “núll” stilla allt veður. Sem sagt ef það er rigning og rok úti, þá er rigning og rok á netinu og öfugt. Það er töluvert þægilegra að æfa lendingar í sterkum hliðarvindi inni við tölvuna en um borð í flugvél með skxxxxx í buxunum og í viðvarandi lífshættu.
Nú kann að vera að einhverjir spyrji sig hvernig þetta virkar allt saman. Segjum sem svo að þú, lesandi góður, ætlir að fljúga á Fokker 50 frá Reykjavík til Akureyrar. Þá kveikirðu á FS og opnar Squawkbox. Tengist VATSIM og leggur inn flugplan. Ef þú ert mjög heppinn þá er ATC í boði. Þá tekur “netraunveruleikinn” við, þú stillir talstöðina á tíðni Turnsins 118.000 og bíður góðann dag. Eftir fjarskiptaferlum færðu t.d.“heimild” á Akureyri beint NB, fluglag 170, kvaka4103. Ekur í brautarstöðu 01. Vindurinn gæti t.d. verið 030° 15kn. Svo skiptirðu á 119.000 eftir flugtak og Reykjavík “approach” tekur við og svo Reykjavík “Control” 119.700. Flogið er eftir sem næst raunverulegum reglum þó að nýliðum sé hjálpað meira og auðvitað er meiri sveiganleiki á netinu en í raunveruleikanum. Eftir vel heppnað flug til Akureyrar kemurðu svo fram og heimtar að fjölskyldan tali við þig “norðlensku”. Og þetta er ekki bara bundið við innanlandsflug. Þú getur flogið hvert sem er og hvar sem er í heiminum.
Svo hafa menn stofnað netflugfélög sem menn geta skráð sig hjá og flogið fyrir. Icelandair Virtual, British Airways virtual, American airlines virtual o.s.frv. Þar er reyndar krafist vissrar grunnþekkingar sem maður þarf að sýna fram á.
Að fljúga á netinu er mjög skemmtilegt áhugamál, og sama hvað hver segir er það ekkert vitlausara en að rogast um í misjöfnum veðrum með fulla tösku af járnarusli sláandi einhverjar kúlur. Og það besta er að fyrir utan stofnkostnað við FS, stýripinna(stýri), og nettengingu er þetta svo að segja frítt. Það er mál manna að VATSIM taki svipað og MSN eða eitthvað slíkt. Svo er Squawkbox, ServInfo bæði frí sem og eru ATC forritin einnig. Miðað við að flugtíminn í raunveruleikanum er að leggjast á bilinu kr 10-35þúsund, misjafnt milli flugvélategunda, eignarhalds og fleiri þátta, að sé ekki minnst á námið sjáflt þá er netflugið góður vettvangur til að auka færni sína og standa betur að vígi þegar í námið er komið.
Menn verða að hafa grunnkunnáttu í ensku sem og þann orðaforða sem viðgengst í fluginu. Það er best að menn afli sér sjálfir upplýsinga um hvernig niðurhal og tengingar við VATSIM fara fram en hér fylgja með þær síður sem gott er að heimsækja. Munið að lesa vel “Code of conduct” á VATSIM og í netfluginu er mjög einföld regla sem menn verða að muna “Kurteisi kostar ekkert”
www.vatsim.net - heimasíða samtakana(enska)
www.vateud.org - heimasíða evrópudeildar VATSIM(enska)
www.fsnordic.net - norræn fs heimasíða (fullt af downloads)(enska)
www.icerepaint.ath.cx - íslensk heimasíða netflugsáhugamanna.(íslenska)
www.vaccsca.org - norræna netflugumferðarstjórnin (netflug almennt)(enska)
Á flestum ef ekki öllum þessum síðum má finna upplýsingar um hvernig á að tengjast, hvernig á og á ekki að haga sér. Tekið er vel á móti nýliðum.