Flugskóli Íslands Sælir

Eftir að hafa hlustað á umræður á rampinum um Flugskóla Íslands og allt sem honum fylgir ákvað ég að nnotfæra mér lýðræðið og upplýsingafrelsið sem ríkir hér á landi, og fletti upp umræðum um málið á þingi þegar frumvarpið var fyrst lagt fram. Slóðin að þingfundinum er:

http://www.althingi.is/altext/120/f126.sgml - smellið á tímann 14:07 til að skoða umræðurnar.

Hér segir Halldór Blöndal m.a.
“Ekki er gert ráð fyrir að skólinn eigi kennsluvélar heldur semji hann við aðra starfandi flugskóla sem kenna til einkaflugprófs um afnot af flugvélum eða um aðra þjónustu”

En gasprarinn Össur segir hins vegar:
“Ég held að hæstv. ráðherra, fulltrúi samkeppninnar og einkaframtaksins sé með þessu að ganga frá þeim smáu flugskólum dauðum sem fyrir eru í landinu”


Eins og þeir vita sem fylgst hafa með hefur Össur nokkuð til síns máls. Flugskóli Íslands hefur 17 vélar á fastri leigu frá eigendum þeirra, og borgar stórfé fyrir það hvort sem vélarnar fljúga eða ekki. Auk þess borgar Flugskólinn allt viðhald. Þetta getur Flugskólinn leyft sér þar sem ríkið réttir þeim 10 milljónir á ári til að reka Atvinnuflugnámið.

Ég keypti hlut í Geirfugli áður en ég lauk einkaflugmannsnámi frá FÍ, og það var ekki nokkur leið að ég fengi að klára námið í Geirfuglsvél, þrátt fyrir að Flugskólanum sé skylt samkvæmt lögum að leyfa nemendum að leggja sér til flugvélar.

Enn verra er þegar menn vilja læra blindflug og þurfa þá að nota hálfónýta garma frá Flugskóla Íslands. Auðvitað ættu Geirfuglar að mæta með TF-MAX eð TF-TBX, sem bæði eru betur útbúnar, skemmtilegri að fljúga og ódýrari fyrir nemandann. Aðrir flugnemar sem eiga hluti í góðum vélum ættu að sjálfsögðu að sjálfsögðu að geta lært á sínar vélar.

Flugskóli Íslands var stofnaður til að sinna bóklega hluta Atvinnuflugmannsnámsins. Það kemur skýrt fram í umræðum á þingi fyrir stofnun skólans. Einkaflugmannsnámið og verklega námið eru atriði sem einkaðilar sinna mun betur.

Bóklegur atvinnuflugmannsskóli á Selfossi (eða í Tækniskólanum eins og Steingrímur J. lagði til) myndi gagnast fluginu á Íslandi mun betur.

Kristbjörn Gunnarsson