Jæja, núna eru flugumferðarstjórar að fara fram á flugstjóralaun, þá spyr ég á hvaða forsendum. Það er satt að flugumferðarstjórar beri mikla ábyrgð, en undir öllum kringiumstæðum ber flugstjórinn ábyrgðina á fluginu og flugvélinni, þó að flugumferðarstjóri gefi ranga heimild þá er það undir flugstjóra vélarinnar að staðfesta, með sínum kortum og bókum, að heimildin sé rétt og í samræmi við reglur. Þannig að ef við leikum okkur aðeins með myndlíkingar þá, finnst mér þetta eins og að hjúkrunarfræðingur á skurðstofu eigi að fá sömu laun og skurðlæknirinn af því að mistök hjúkrunarfræðingsins geta verið alveg jafn afdrifaríkar og mistök skurðlæknisinns.

Ég vill bæta því við að þegar flugmálastjórn ræður menn í vinnu sem flugumferðarstjóra þá sendir flugmálastjórn fólkið í skóla og borgar allan brúsan fyrir þau, ásamt því að nemendurnir eru á launum (allavega síðast þegar ég vissi).