Consolidate Catalina PBY Loksins kom að því að ég kláraði þessa grein, þetta var nú frekar erfitt enda mín fyrsta grein. Mér finnst persónulega þetta áhugamál hafi dottið aðeins niður hvað finnst ykkur?. En njótið þess að lesa þetta og endilega segið hvað ykkur finnst.

Consolidate Catalina PBY

Hugmynd af þessum flugbát varð til í keppni milli Consolidated Aircraft Corporation og Douglas. Þeir voru að keppast um að hana flugbát handa hernum. Það var Consolidated Aircraft Corporation sem vann þá keppni með hönnun Isaacs M. Laddons en hann hannaði Catalina flugbátinn. Þessi flugvél reyndist síðan svo vel að hún var byggð í un 4000 eintökum. Fleiri eintökum en nokkur annar flugbátur í Seinni Heimstyrjöldinni. En hún var framleidd 1936-1945 og kostaði eitt s.t.k um 90.000$ árið 1935. Þessi vél á mikla sögu í stíðinnu, það var t.d Catalina sem náði að staðsetja Bismarck sem var á flótta undan flota bandamanna . Catalina flugbáturinn fann líka Japanskan kafbát sem var í grennd við Pearl Harbor klukkutíma fyrir árásina.


Vélin var mjög fjölhæf í allskonar hernaði. Hún var mikið notuð í að finna og granda kafbátum en hún gat borið 4 djúpasjávarsprengjur .
Vélin var notuð til að granda skipum með tundurskeytum. Hún gat líka borið venjulegar sprengjur. Catalina flugbátur hentaði mjög vel í björgunar og leitar ferðir.


Það hafa komið út 7 útgáfur af vélinni og þær eru:

PBY-1 1936-1937: 47m.
Hæð: 6
Var fyrsta útgáfan af þessari vél.
Lengd: 19, ,5m.
Vænghaf :31,7m.
Þyngd: 9,485kg.
Fullhlaðin:15,416kg.
Vél: 2 Pratt & Whitney R-1830-72 Twin Wasp 900 hestöfl.
Venjulegur hraði: 200km/á klst.
Hámarkshraði: 315km/á klst.


PBY-2 1937-1938:
Litlar breytingar voru gerðar. Settar voru 4 festingar sem gátu borið 454kg hver af sprengjum alls gat vélin þá borið um 1816kg af sprengjum. Hliðar byssurnar sem voru frekar aftarlega á báðum hliðum var breitt í 12,7mm.byssur

PBY-3 1936-1938:
Hér voru hreyflarnir bætir í 2 Pratt & Whitney R-1830-66 sem voru 1000 hestöfl.

PBY-4 1938-1939:
Þar voru hreyflar bætir í 2 Pratt & Whitney R-1830-72 Twin Wasp sem voru 1050 hestöfl, Skrúfurnar voru með minni skrúfukeilu og hliðarbyssurnar voru núna með plastrúðu í staðin fyrir hlera.

PBY-5 1940-1943:
Hér var vélinni breyt aftur Pratt & Whitney R-1830-82 Twin Wasp 1200 hestafla vél en seinna var set 2 Pratt & Whitney R-1830-92 Twin Wasp 1200 hestöfl en hún hentaði betur í mikilli hæð.

PBY-5A1941-1945:
Þessi vél var sú fyrsta sem var með hjólum og gat lent á landi og sjó og var einnig gerð breyting í nefbyssunni í staðinn fyrir eina 7,62mm byssu var set tvöföld 7,62mm byssa

PBY-6A 1945-1945:
Hér var nefbyssan breytt aftur en nú var hún með 2 12,7mm byssum og setur var radar á vélinna


Þessi vél kemur mikið við sögu í íslensku flugsögunar en hér voru 4 Catalina Flugvélar. Það sorglega er að þær voru allar rifnar á Reykjavíkurflugvelli og því er ekki til neitt eintak hér á landi því miður.

TF-ISP Catalina PBY-5 var byggð árið 1942 og skráð hér á landi 1945og afskráð 1955. Hún var í eigu Flugfélags Íslands og hét Sæfaxi. Hún var rifin á Reykjavíkurflugvelli árið 1955

TF-ISJ Catalina PBY-5A Hún var byggð árið 1942 Skráð hér á landi 1946 og afskráð 1961.
Hún var í eigu Flugfélags Íslands og hét Sólfaxi. Hún var rifin á Reykjavíkurflugvelli árið 1963

TF-ISK Catalina PBY-5A Hún var byggð árið 1942 skráð hér á landi árið 1948 og afskráð 1961. Hún var í eigu Flugfélag Íslands. Hún hét Skýfaxi. Hún var rifin á Reykjavíkurflugvelli árið 1959.

TF-FSD Catalina PBY-6A Hún var byggð árið 1945 og var skráð hér á landi árið 1954 og afskráð 1963. Hún var í eigu Flugmálastjórnar árið 1954 en 1955 eignaðist Landhelgisgæslan þessa vél og var hún skráð sem TF-RAN og hét Rán hún hlaut sömu örlög og hinar og var rifin á Reykjavíkurflugvelli árið 1966.

Það væri gaman ef einhverjir tækju sig saman og keyptu eitt stk Catalina Flugbát