Jákvæðar fréttir frá Atlanta Tekið af mbl.is (copy/paste)

Stefnir í metfjölda pílagríma með Atlanta

Um síðustu mánaðamót hætti Atlanta að fljúga tveimur þotum með áhöfnum fyrir spænska flugfélagið Iberia en Iberia hefur neyðst til þess, líkt og svo mörg önnur flugfélög, að draga saman seglin í kjölfar hryðjuverkaárasanna á Bandaríkin. Atlanta hefur aftur á móti gengið endanlega frá öllum samningum um pílagrímaflug sem hefst eftir áramótin og stefnir í að þetta verði metár hjá félaginu í því flugi, sem vegur mjög þungt í veltu félagsins.

Fimm vélar á vegum Atlanta flugu fyrir Iberia og verða þrjár vélar Atlanta í flugi fyrir félagið næstu fjögur árin en þær eru hins vegar leigðar án áhafna. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, segir að umsvif félagsins verði töluvert minni í nóvember og desember en gert var ráð fyrir í áætlunum en að þetta gildi raunar um næstum öll flugfélög. „Við þurftum að fækka starfsfólki og leggja hluta af flugvélaflotanum vegna niðursveiflunnar á flugmarkaðnum. Það bjargar okkur aftur á móti að hluta til að við erum með sveigjanlega samninga við eigendur flugvélanna þannig að við höfðum ákveðið svigrúm.“

Hafþór segir að pílagrímaflugið hefjist í byrjun janúar og Atlanta hafi líklega aldrei áður gert stærri samninga um pílgrímaflug. Gengið hafi verið formlega frá síðustu samningum í vikunni en búið hafi verið að semja um kjör fyrir 11. september.

„Sveiflurnar hjá okkur eru dálítið miklar af þessum sökum, þ.e.a.s. að fyrir áramót var þetta á niðurleið en eftir áramótin aukast umsvifin mikið aftur. Og við þurfum raunar að fjölga starfsfólki umfram það sem var fyrir 11. september áður en við gripum til uppsagna. Það er mikil árstíðasveifla hjá okkur að því er snertir fjölda starfsmanna því pílagrímaflugið er alltaf stærsti hlutinn af starfsemi okkar. Róðurinn hefði orðið mjög þungur hjá okkur eins og öðrum flugfélögum ef við hefðum ekki verið búnir að ganga frá samningum um það flug. Við gerðum það mjög tímanlega í ár og það bjargar öllu fyrir okkur.“

Hafþór segir að nú starfi innan við 500 manns á vegum Atlanta en þegar pílagrímaflugið standi sem hæst, séu starfsmenn 1.200 til 1.300 talsins, langflestir útlendingar. Reiknað sé með að svipaður fjöldi starfi fyrir Atlanta á næsta ári og jafnvel gott betur en það.

„Við fækkuðum um tuttugu manns hér heima og þessir starfsmenn fengu uppsagnarbréf um síðustu mánaðamót. Uppsagnir þeirra taka því gildi 1. febrúar.“

Hafþór segir að fyrstu þrjár-fjórar vikurnar eftir atburðina


Það veitir ekki af svona fréttum eins og ástandið er í dag.