Sælir allesammen!

Undanfarið hefur aðeins verið rætt um að færa flugkennslu til Selfoss. Fljótt á litið er það mín skoðun að það sé engin fjárhagsleg glóra í því dæmi, jafnvel þó það yrði aðeins einn skóli eftir, Flugskóli Íslands á ríkisstyrkjum. Væri ekki best að koma flugkennslu af stað aftur á Selfossi, og EKKI færa kennsluflugið frá Reykjavík til Selfoss? Það ætti frekar að auka kennsluna úti á landi frekar en að færa hana frá höfuðborginni og þar af leiðandi snarfækka flugnemum og drepa svo hægt og rólega allt einkaflug því það verður jú lítil sem engin endurnýjun í sportinu ef það gerist. Eruð þið ekki sammála mér og verðið þið ekki svolítið pirraðir og reiðir þegar þið heyrið svona “snilldarhugmyndir”?

Koma svo!!!