X-Plane Flughermirinn Ég keypti mér þennan flughermi fyrir nokkru og ég er alveg hooked á þessu!

Hann virkar á Windows, Mac og Linux.

Hann er kanski ekki eins flottur í grafík og MS Flight Simulator, en hann er miklu raunverulegri þegar kemur að stjórntækjum flugvélanna og hegðan þeirra. Í raun er þetta það raunverulegt að bæði Nasa og Boeing nota það til að prufukeyra nýjar hannanir. Einnig er þessi leikur notaður til þess að þjálfa verðandi flugmenn.

Þegar maður kaupir hann, þá fær maður bandaríkin í High Detail og getur svo, ef maður vill keypt mestallan heiminn í 60 GB stórum expansion pack… Því miður er Ísland ekki til í High Detail, en allir flugvellirnir eru þarna inni samt sem áður.
Maður getur svo sótt á netinu ókeypis flugvelli og byggingar eins og t.d. Eiffel turninn, Collosseum o.fl.

Það flottasta við leikinn er hvernig hann líkir eftir því hvernig vindurinn leikur um ytra borð flugvélanna og lætur þær takast á loft… Ef vélin getur ekki flogið í alvörunni, þá flýgur hún ekki í leiknum. Með smávegis kunnáttu á þrívíddarforrit getur maður hannað sínar eigin vélar og glímt við að prófa þær í leiknum og reynt að fá þær til að fljúga. Loftþrýstingurinn er líka tekinn inn í spilið og er nákvæmlega settur í leikinn frá yfirborði sjávar og út í geim (já, það er hægt að fljúga út í geim og niður aftur á t.d. Discovery geimferjunni).

Einnig er búið að setja inn hluta af Mars inn í leikinn, þar gilda önnur eðlisfræðilögmál en á Jörðinni svo það þarf að fjúga spes flugvélum þar.

Það er prýðisgott úrval flugvéla með leiknum og svo getur maður sótt mörgundruð í viðbót frítt. Að auki eru þyrlur, loftskip, bílar, bátar þarna líka sem maður getur leikið sér á. Svo eru flakkandi úti um allt flugmóðurskip og tundurspillar sem maður getur æft sig í að lenda á. (prófið að stilla veðrið þannig að það verði svolítið úfinn sjórinn og reynið að lenda þyrlu á tundurspillinum sem er þá skoppandi um og veltandi til og frá á hafinu). Einnig eru svo olíuborpallar hér og þar (nokkrir við ísland hehe) sem maður getur æft sig í að lenda þyrlum á.

Veðrið er svo auðvitað líka stillanlegt á alla mögulega vegu en að auki er hægt að haka við svokallað Real Weather, en þá sækir leikurinn veðurupplýsingar frá flugvöllum úti um allan heim og maður getur þá flogið í því veðri sem er í gangi í raunveruleikanum hverju sinni á þeim stað sem maður er að fljúga. Ég prófaði að reyna að lenda nýja Airbusinum á keflavíkurflugvelli á sama tíma og þeir voru að því í vonda veðrinu hérna fyrir nokkru… Ég gat það reyndar ekki, en það var mjög fróðlegt, hehe.

Fyrir þá allra hörðustu er svo hægt að ganga í eitthvert þeirra fjölmörgu sýndarveruleikaflugfélaga sem eru í gangi. Þá loggar maður flugin sín og fær spes flugvélar sem bara þessi flugfélög bjóða upp á. Því fleiri flugtíma sem maður hefur, því hærri stöðu fær maður og fleiri flugvélar verða í boði. Allir sem eru að fljúga með manni eru alvöru manneskjur og þetta gerist allt í gegn um netið.

Að auki er svo hægt að hlaða í leikinn upplýsingum úr svörtum kössum flugvéla og þá spilar leikurinn flugið fyrir mann alveg eins og það var flogið í alvörunni.

Að lokum er svo hægt að sækja helling af auka forritum fyrir leikinn sem að hjálpa manni við t.d. að plana hvert maður ætlar að fljúga og hvernig. Og ef maður þarf desperately að losna við slatta af peningum, þá getur maður keypt sér einn svona: http://www.inmotionsimulation.com/thunderpod.html

Hér er hægt að sækja demó af leiknum og lesa meira um hann: http://www.x-plane.com/demo.html
Hér er X-Plane Community síðan (til að ná í alls konar aukadót fyrir leikin (flugvélar o.fl.): http://www.x-plane.org/

Þetta er aðeins brot af möguleikjum leikjarins og þið komið til með að læra meira um það þegar þið prófið leikjinn sjálf.
-Góða skemmtun! ;)

System Requirements:
-Windows: 2 GHz örgjörvi, 1 GB RAM, 60 GB harða disks pláss, OpenGL, 32 MB skjákort.
-Mac: 1 GHz örgjörvi (svo allt sama og Windows)
-Linux: 2 GHz örgjörvi og það sama og Windows)