Piper J-3 var byggð á árunum 1938-1947 af Piper Aircraft verksmiðjunum í Lock Haven USA.
J-3 er talin ein af einföldustu flugvélum sem fljúgandi eru og er það ekki furða. Í þeim er ekkert rafkerfi og notast þarf við “armstrong” aðferð við að koma henni í gang.
Þó hafa margir J-3 eigendur kosið að setja einfalt rafkerfi í vélarnar.
Upphaflega var J-3 með 40 hestafla mótor en hann hefur verið stækkaður og eru kraftmestu J-3 vélar með 100 hestafla mótor, 65 hestafla mótor er þó algengastur í J-3.
Herinn notaðist við J-3 í seinni heimsstyrjöldinni og þá var hún mest notuð í kennsluflug en í seinni heimsstyrjöldinni útskrifuðust 435,165 flugnemar á J-3
Þegar að flugmaður flýgur J-3 solo þá situr hann í aftursætinu vegna þess að bensíntankur hennar er svo framarlega.
Nú eru 8 J-3 skráðir á Íslandi en þeir eru þó sumir þónokkuð breyttir. Til dæmis er að minnsta kosti ein þeirra með bensíntanka í vængnum og 2 með 100 hestafla mótor.
Elsta fljúgandi flugvél á Íslandi í dag er J-3 og er hún geymd á Akureyri og reglulega flogið.