Reykjavíkurflugvöllur



Vorið 1919 kom Rolf Zimsen, flugmaður og frændi borgarstjórnans Knud Zimsens, til Íslands til að kanna aðstæður fyrir samgöngur í lofti á Íslandi. Honum fannst tilvalið að hafa flugtaks – og lendingarsvæði fyrir flugvélar í Vatnsmýrinni og bæjarstjórnin lagði til 92.30m² af svonefndu Briemstúni. Á sama tíma var fyrsta flugfélag Íslands stofnað og fyrsta flugvélin, Avro kom til landsins í stórum trékassa. Kassinn var fluttur að flugskýlinu, sem hafði verið reist í Vatnsmýrinni og 3. september fór hún fyrst í loftið. Flugmaðurinn var Cecil Faber. Fyrsta flugsýningin var haldin daginn eftir flugið og mönnum gafst kostur á 5 mínútna flugferð fyrir 25 krónur.

Árið eftir tók vesturíslenskur flugmaður, Frank Fredrickson, við starfinu. Fyrsta flugslys á Íslandi varð 27. júlí 1920, þegar þurfti að hætta við flugtak og flugvélin lenti á tveimur börnum, 10 ára stúlku, sem lést, og fjögurra ára bróður hennar, sem slasaðist illa. Rekstur vélarinnar gekk ekki og þurfti að selja hana úr landi árið eftir. Árið 1928 var annað flugfélag Íslands stofnað í samstarfi við Lufthansa. Það starfaði til 1931. Næstu tvö árin notuðu hollenskir veðurathugunarmenn völlinn, sem hafði verið sléttaður og lagaður töluvert. Skýlið og fleiri mannvirki voru seld þegar þeir fóru því að mikill skortur var á alls konar efniviði.

Agnar Kofoed-Hansen flaug fyrstu svifflugunni af vellinum snemma árs 1937. Fyrstu tvær tilraunirnar heppnuðust vel en í þeirri þriðju brotlenti hún án þess að flugmaðurinn meiddist alvarlega. Þrátt fyrir umbætur í Vatnsmýrinni um 1937, var svæðið stundum allt of blautt til að hefja flug.
Agnar Kofoed-Hansen barðist fyrir hönd Flugmálafélags Íslands fyrir gerð flugvallar í Vatnsmýrinni og Gústaf E. Pálsson, verkfræðingur teiknaði hann 1937. Engu var komið í verk fyrr en breski herinn kom og hóf byggingaframkvæmdir flugvallarins eftir eigin skipulagi árið 1940. Meðal annars byggðu þeir flugturn sem er ein af þeim fáu byggingum sem eftir stendur á flugvellinum frá þessum tíma. Nú vilja menn fara að rífa hann vegna þess hve nálægt flugbrautinni hann stendur en margir vilja halda honum og berjast fyrir því.

Mynd 1. Hér sjáum við gamla flugturninn byggðan 1941 af Bretum. Á honum stendur: Air Taxi Centre - Charter Flight. Bakvið má sjá nýja flugturninn.
Í júlí 1941 var fyrsta brautin tekin í notkun. Tækjabúnaður Bretanna til framkvæmdanna var fremur lélegur, þannig að ekki var skipt um jarðveg undir flugbrautunum. Það kostaði miklar lagfæringar á árunum 1999-2002. Íslendingar tóku við rekstri flugvallarins þegar herinn fór eftir stríðið árið 1946. Byggður var nýr flugturn á árunum 1958-60.


Mynd 2. Þetta er nýji flugturninn sem tekinn var í notkun 1960.

Loftleiðabyggingin var reist á árunum 1962-1964 og 1965 til 1966 var Hótel Loftleiðir byggt við hana og stækkað 1970. Á hótelinu eru núna 220 herbergi og rúmar það 438 gesti.

Mynd 3. Hér sjáum við megnið af flugvallarbyggingunum. Myndin er tekin úr Perlunni.
Völlurinn hefur verið miðstöð innanlandsflugs frá því að breski herinn fór eftir stríðið og Loftleiðir gerðu þaðan út til 1962, en þá brunnu flestar eigur félagsins á vellinum. Þá var farið að nota Keflavíkurflugvöll til millilandaflugs og Flugfélag Íslands gerði það einnig að mestu, eftir að það fékk Boing 727 þotuna árið 1967. Flugmálastjórn hefur starfað á Reykjavíkurflugvelli frá 1960, fyrst í bragga við rætur Öskjuhlíðar en síðar í nýja flugturninum frá 1960.

Veðurstofa Íslands starfaði lengi á Reykjavíkurflugvelli. Árið 1950 flutti hún síðan að hluta í gamla flugturninn úr Sjómannaskólanum en árið 1952 flutti aðalflugveðurþjónustan til Keflavíkur. Hluti þeirrar starfsemi hélt þó áfram í nýja flugturninum eftir 1962. Núverandi húsnæði Veðurstofunnar við Bústaðaveg var tekið í notkun árið 1973. Landhelgisgæslan hefur aðalstöðvar flugdeildar sinnar á Reykjavíkurflugvelli.
Í dag á Reykjavíkurflugvöllur þónokkrar Fokker 50 vélar sem þeir keyptu af hollensku fyrirtæki sem síðar fór á hausinn.


Mynd 4. Svona líta Fokker vélarnar út. Þær komast upp í 400 km/klst.


Mynd 5. Í þessum sal er flugumferðastjórnin.. Flugvöllurinn er með nýjasta tæknibúnað í flugumferðastjórninni sem gerir þeim kleift að vera í öruggu sambandi við vélar sínar.


Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið umdeildur. Nálægð hans við þéttbýli borgarinnar og skerðing möguleika til að byggja íbúðir í Vatnsmýrinni hefur skapað margar hugmyndir um flutning hans. Margir hafa stungið upp á flutningi innanlandsflugs til Keflavíkur, byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni eða á uppfyllingu milli skerja í Skerjafirði, þar sem gæti jafnvel risið millilandaflugvöllur. Hvað sem öllum þessum deilum líður mun flugvöllurinn ekki vera fluttur til ársins 2016.

Hér má sjá könnun sem gerð var um staðsetningu innanlandsflugvallar á stóra Reykjavíkursvæðinu. Hundrað manns var spurt:

. Eins og hér má sjá vinnur Vatnsmýrin örugglega með 31 % atkvæða.