Sælir ágætu veffélagar ,- einkum Fresca!. Er búinn að vera fjarri
góðu gamni erlendis ( best geymdur þar , hm.) , en hafið þið
íhugað hve mikinn þátt DC-3 Dakota / C-47, eiga í uppbyggingu
farþegaflugs á Íslandi ,- flestir í eigu Flugfélags Íslands.?
Mér finst þessi ótrúlegi vinnuþjarkur liggja hálf óbættur hjá
garði , en fyrst nokkrar tæknilegar upplýsingar.

DC-3 / C-47————-:
————————
Hreyflar : Tveir P&W R-1830 - 90 D/92 Twin Wasp , 14 cyl 2R.
Vænghaf :29 m ,lengd : 19,6 m. hæð 5,2 m, vængflötur 96,7m2.
Þyngd : tóm 7700 kg. , hlaðin 11400 kg. , max. overl. 14900kg
Hámarkshraði : 370 km./kls.

Max. klifur : 366 m./min.
Flughæð : 23 000 fet.
Flugdrægi : 3400 km.
Farþegafjöldi : 28 + 2 flugmenn , og stundum 1 “navro”

Fyrsta flug : 17. dec. 1935
Fyrsta afhending : C-41, oct. 1938.

Íslendingar hafa átt allmargar DC-3 , og eiga eina enn ,
sú elsta , TF- NKP , eða Landgræðsludogginn , eins
og ég hef kallað hann ,- alger gimsteinn - raritet,-
enn flughæfur. En nú vantar menn eins og Eggert Norðdahl
til að taka hlutina saman áður en þeir týnast.
Flugfélag Íslands átti flestar vélarnar , sem hétu
Faxa- nöfnum , Glitfaxi etc. og líklega höfum við alls
átt 10 stk. með samtals mörg hundruð þúsund flugtíma ,- flest
notaðar hervélar frá Bandaríkjamönnum.( TF-ISA/B/H osfrv.)

Hvernig var DC-3.?
——————
Afar fín vél og vinsæl ,- og örugg ,- en ekki “ pressurized”
þannig að hún var venjulega á kafi í “baunasúpunni” ef
eitthvað var af veðri. Þrælsterk ,- auðveld , með ágætis
afísingarbúnað og flaug ágætlega á einum hreyfli.

En hvað varð af okkar þristum. ?

Því miður fórust 3 hér “ með manni og mús” og í engu þeirra
tilfella var vélunum um að kenna.

Ein fórst á leið frá Rvk. til Ak. í Héðinsfirði , hafði
snúið við í slæmu skyggni og sjónflugi. Var á leið VNV í
stífri NA átt og “driftaði” inn í fjallshlíðina vestan megin
fjarðarins. Allir fórust ,- um 30 manns og var þetta mikil
blóðtaka fyrir þjóðina. Þetta var snemma á 6. áratugnum.

Önnur fórst rétt eftir 1950 á leið frá Ve. til Rvk. líka
full af farþegum. Tvær DC-3 voru veðurtepptar í Ve. ,
svo þegar var fært fóru allir farþegarnir með fyrri vélinni.
Hún kom yfir Rvk. í dimmu SV- éli og flaug útá Faxaflóa
og sást ekki meir. Flugmennirnir tilkynntu ekkert óeðlilegt.
Stuttu síðar lenti hin vélin tóm af farþegum. Flak þessarar
vélar liggur út af Straumi og er “helgaður” staður. Þetta
var líka mikið áfall fyrir okkar litlu þjóð.
Löngu seinna , eða um 1967 fórst svo DC-3 frá Flugsýn í
lendingu í Ve. í vestur , á A-V braut í mjög lélegu skyggni.
Eins og þeir sem þekkja lendingaraðstæður þar vita , þá eru
hæðir við brautarendann sem þarf að fara á milli og svo
snarbrattir klettar í sjó. En hæðirnar eru 3 ,- ekki 2 , svo
það er hægt að villast á staðsetningunni í slæmu skyggni.
Þar fórust 4 minnir mig , en vélin var hlaðin vörum ,
aðallega gosi og öli.
Ein vél skemmdist svo í Grænlandi en um örlög hinna hinna
veit ég ekkert , þmt. “ Jökuls” sem Loftleiðamenn björguðu
af Bárðarbungu og flugu til Rvk. ( Kiddi Olsen og Alfreð E.)
Þessi happafengur er talinn hafa komið fótunum undir
Loftleiðir.
Ég hef aðeins einusinni flogið DC-3 og þá í hægra sæti og
fanst það frekar lítið spennó . Hún “eltir vel” segir einn
ágætur flugstjóri.(J.K.S.) , en mér fanst hún bæði rása og
velta. Gaman væri að fá fleiri sögur og fróðleik um þennan
vinnuþjark sem mörg okkar lásu um í dönsku í menntó ,- eða
“ Den trofaste travler treer.”

Liberato