Flugleiðir - Icelandair Icelandair hét upphaflega Flugfélag Akureyrar og var stofnað árið 1937. Árið 1943 flutti félagið höfuðstöðvar sínar til Reykjavíkur og hét það þá Flugfélag Íslands.

Annað flugfélag sem hét Loftleiðir var stofnað af þremur flugmönnum árið 1944.
Upphaflega flugu Flugfélag Íslands og Loftleiðir eingöngu innanlandsflug en Flugfélag Íslands byrjaði að fljúga til Skotlands og Danmerkur
árið 1945. Loftleiðir byrjuðu utanlandsflug árið 1947 og lággjaldaflug þeirra yfir Norður Atlandshafið hófust árið 1953.

Alþjóðlega Flug Samgöngu Sambandið ( IATA ) krafðist þess að gjöld allra flugfélaga sem flugu á milli Evrópu og Norður Ameríku væru þau sömu. En Loftleiðir voru ekki í IATA
svo að þeir gátu sett upp sín eigin gjöld. Það gaf þeim forskot á hin flugfélögin og varð vinsælt í ferðum milli Evrópu og Norður Ameríku.

Árið 1973 voru flugfélögin Flugfélag Íslands og Loftleiðir sameinuð undir nafninu Flugleiðir og Icelandair sem erlent nafn.

Iceland Express sem var lággjaldaflugfélag stofnað árið 2003, byrjaði að keppa við Icelandair á tveimur leiðum, frá Keflavík til Kaupmannahafnar og London og þar að auki keppir
það núna um leiðir til Stokkhólms, Berlínar og Frankfurt.

Icelandair flaug með um eina og hálfa milljón farþega árið 2005 og það er það mesta sem flugfélagið hefur flutt á einu ári. Icelandair flaug um 28 flug á dag árið 2005.
Icelandair flýgur til 32 áfangastaða í 14 löndum.

Icelandair flýgur aðeins Boeing farþegaþotum, flestar eru af gerðinni Boeing 757. Icelandair hefur gert samning við Boeing um fjórar Boeing 787 sem verða afhendar árið 2010
og munu þær hafa mun meiri flugdrægi en fyrri þotur félagsins.

Farþegaþotur Icelandair

TF-FIH - Boeing 757-208 - Hafdís
TF-FII - Boeing 757-208 - Fanndís
TF-FIH — Boeing 757-208 - Hafdís
TF-FII — Boeing 757-208 - Fanndís
TF-FIJ — Boeing 757-208 - Svandís
TF-FIK — Boeing 757-28A - Sóldís
TF-FIN — Boeing 757-208 - Bryndís
TF-FIO — Boeing 757-208 - Valdís
TF-FIV — Boeing 757-208 - Guðríður Þorbjarnardóttir
TF-FIP — Boeing 757-208 - Leifur Eiríksson
TF-FIR — Boeing 757-256 -
TF-FIS — Boeing 757-256 -
TF-FIU — Boeing 757-256 -
TF-FIX — Boeing 757-308 - Snorri Þorfinnsson
TF-FIB — Boeing 767-383 ER

Heimildir : Wikipedia