Margir nýútskrifaðir og skuldugir flugnemar spyrja sig þessarar spurningar örugglega oft þessa dagana. Hvað er töfralausnin við það að koma sér að í vinnu við draumastarfið. Ég er með eina tillögu sem gæti virkað á þessum síðustu og verstu tímum fyrir ofhlaðinn rampinn.

Fyrst vil ég byrja á að vara menn við gylliboðum í flugblöðum um einhver first officer prógrömm sem eiga gefa þér 1000 tíma á 12 mánuðum á 19999 USD. Þessi gylliboð eru í gangi núna og eiga bara eftir að aukast á tímum sem þessum. Það er ekki það að hvert einasta prógramm sé svindl, heldur geta tímarnir verið tvöfalt lengur að hlaðast inn en lofað var. Ef einhver hefur jákvæða reynslu að einhverju svoleiðis fyrirtæki, þá má hann alveg gefa sig fram. Ef þið ætlið að fara í svona prógramm talið við einhvern sem hefur verið þarna áður. Það margborgar sig.

Hvaða tímar eru mikilvægastir. Jah því er auðsvarað ef menn dreymir um að fljúga þotu. Ég er þar með að segja að tímar á þotu gefa þér stærstu möguleikana. Flest vel launuðu störfin eru í þeim geira. Kingair tímar og Twin Otter hleypa þér langt frá því fremst í röðina. Og síst aðstoðarflugmaður á piston í USA. Auðvitað er öll reynsla góð og dýrmæt. En þotureynsla er dýrmætust. Þá á ég við hæstu launin og bestu atvinnumöguleikarnir hérlendis og erlendis.

Þá kemur að því að benda ykkur á leið til draumastarfsins. Þessi ábending er aðeins sett fram til að fá sjónarmið ykkar á huga. Rök með og á móti eru vel þegin og síðast en ekki síst beint til þeirra sem hafa gert eitthvað sem kom þeim betur áfram að þeirra mati.
Það fyrsta sem ég vil benda á í þessu JAR umhverfi öllu er þessi MCC þjálfun. Hún getur kostað allt að 1100 þús kr. Þessi þjálfun er skilyrði til útgáfu JAR atvinnuflugmannsskírteini(er sjálfur með skírteini úr gamla kerfinu). Í Evrópu ertu ekki með fullgilt JAR skírteini nema vera búinn með MCC. Nema þú sért með tíma á multicrew vél. Það er allt annar handleggur.

Nú er svo komið fyrir þeim skólum sem bjóða upp á MCC þjálfun og týpuréttindi að þeirra hagur hefur þrengst ískyggilega í ljósi síðustu atburða. Til eru skólar og fyrirtæki sem bjóða upp á samtvinnað MCC og 737 réttindi fyrir um 1500-1800 þús. Nokkrir aðilar sem væru svolítið sniðugir gætu gert hópferð í svona skóla og fengið drjúgan afslátt. Allur business fyrir þessi fyrirtæki er góður business nú á tímum. Þrír stórir skólar í Bretlandi (Four Forces,PPSC,og brittania) hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota á seinustu dögum. Svo tíðin er ekki góð hjá þeim heldur.

Hvað svo? Jú þá er bara að kenna eða safna tímum öðruvísi til að ýta upp tímafjöldanum sem er jú stærsta atriðið. Jafnvel koma sér í önnur störf innan flugfélags(hefur alltaf reynst sterkur leikur annarsstaðar en hjá Flugleiðum). Flugfélagið þar aðeins að senda þig í recurrent trainingu til að ráða þig ef liðið hefur lengra en 6 mánuðir síðan þú kláraðir.

Ég er ekki að segja að restin sé eitthvert pís of keik en þetta er ansi sterkur leikur. Ég er ekki að biðja ykkur að gleypa þetta hrátt enda þetta aðeins að leita álits hjá ykkur og biðja ykkur að benda á kosti og galla þessarar hugmyndar. Ef þið hangið bara í 200+ þá gerist ekkert. Þeir sem halda sér við efnið og eru þolinmóðir hafa alltaf komist að. Hinir sem halda að réttindin séu nóg detta út. Það mun aftur koma uppsveifla, það er bara spurning hvenær. Þá er best að vera fyrstur inn því þá ertu líka síðastur út þegar fer að þrengja að. Það á að nota dauða tímann til að undirbúa sig fyrir næstu uppsveiflu. Þeir fiska sem róa. Það hefur alltaf verið þannig og mun alltaf vera.