Smá hugleiðing…

Nú seinustu ár þegar British Airways og Air France hefur verið að ráða flugmenn hafa þeir undantekningarlaust tekið þá sem hafa mestu reynslu annars vegar og hins vegar ef vantar menn með reynslu þá hafa þeir ráðið ófluglærða menn…þá aðallega verkfræðinga eða tölvunarfræðinga. Svo hefur fyrirtækið sjálft séð um að þjáfa þá sem flugmenn.

Þetta kemur í framhaldi af því að flugvélar eru alltaf meira og meira farnar að fljúgja sér sjálfar og flugmenn eru að breytast í hálfgerða vélgæslumenn…í framtíðinni verður bara einn “flugmaður” í vélinni og hann er þarna bara ef eitthvað skyldi klikka. Þá er öruggara að hafa mann sem er búinn að sýna fram á að það sé eitthvað í hausnum á honum. En ég tel að það hafi atvinnuflugmenn ekki sýnt fram á með námi sínu því flugnám í dag er til háborinnar skammar allstaðar í heiminum. Bóklegt nám er sama sem ekki neitt !!!

Það að flugmálastjórn hafði lagt niður stúdentsprófsskyldu atvinnuflugmanna er bara hneyksli. En sem betur fer þá hef ég nú ekki heyrt til þess að stúdentspróflausir flugmenn hafi verið ráðnir. Einu sem græddu á þessu voru gömlu flugskólarnir (Flugmennt og Flugtak) þar sem einkaflugmannsnámskeið voru uppbókuð í nær 3 ár…

Ég skil því ekki í krökkum sem ákveða að fara í atvinnuflugið án þess jafnvel að íhuga að fá háskólamenntun fyrst. Það hefur verið margsannað að háskólamenntun flýtir mjög fyrir ráðningu flugmanna.

Ég vil að auk þess sem stúdentsprófsskyldan yrði sett aftur á þá ætti að vera skylda um háskólanám í raunvísindum….fjarstætt en mögulegt. Ef ekki þá má að lengja bóklegt nám atvinnuflugmanna og ætti það að vera sambærilegt BS. háskólanámi, þ.e. þrjú ár (90 einingar). Það er allt of mikið af ruglukollum sem eru að sleppa í gegn eins og fyrirkomulagið er í dag.

Þess má svo sem geta að lokum að sjálfur er ég flugmaður….