Það eru allir í copy/paste en þetta er eitthvað sem ég sá einhverstaðar fyir nokkrum árum

Hvað ef flugfélög seldu málingu.

Að kaupa málingu úr BYKO:
Kúnni: Hæ. Hvað kostar rauð innanhúsmáling?
Afgreiðslumaður: Við erum með tvær gerðir, venjulega á 300kr lítrann og hágæða á 500kr lítrann. Hvað viltu mikið?
Kúnni: 20 lítra að venjulegri takk.
Afgreiðslumaður: Gott. Það gerir þá 6000kr takk.

Að kaupa málingu frá flugfélagi:
Kúnni: Hæ. Hvað kostar rauð innanhúsmáling?
Afgreiðslumaður: Ja, það fer eftir ýmsu.
Kúnni: Eftir hverju?
Afgreiðslumaður: Í reynd, mörgu.
Kúnni: Hvað er svona meðalverð?
Afgreiðslumaður: Allt of erfið spurning. Lægsta verð er 225 kr lítrinn en við erum með 150 mismunandi verð upp að 5000 kr lítrann.
Kúnni: Og hver er munurinn á málingunni?
Afgreiðslumaður: Það er enginn munur, þetta er allt sama málingin.
Kúnni: Allt í lagi. Ég ætla þá að fá 20 lítra af 225 kr málingunni.
Afgreiðslumaður: Bíddu sko. Fyrst verð ég að spyrja þig nokkurra spurninga. Hvenær ætlaru að mála?
Kúnni: Á morgun, ég á frí þá.
Afgreiðslumaður: Æ. Sko verðið á málingu sem á að nota á morgun er 5000 kr lítrinn.
Kúnni: HA?? Hvenær ætti ég að mála til að geta keypt 225 kr málinguna?
Afgreiðslumaður: Eftir 3 vikur, en þú verður að samþykkja að byrja að mála fyrir föstudag í þeirri viku og halda áfram að mála þar til að minnsta kosti á sunnudag.
Kúnni: Þú hlýtur að vera að grínast?
Afgreiðslumaður: Nei herra minn, hér grínumst við ekki. Að sjálfsögðu myndum við þurfa að athuga hvort við eigum eitthvað af þessari 225 kr málingu til staðar áður en við seljum þér hana.
Kúnni: Hvað meinaru athuga hvort hún sé til staðar? Þú ert með fullar hillur að þessu. Ég sé það meira að segja héðan!
Afgreiðslumaður: Sko. Jafnvel þú sjáir málinguna þýðir það ekki að hún sé til staðar. Þetta getur svo sem verið að þetta sé allt sama málingin en við seljum bara ákveðið magn um hverja helgi. Ó já, á meðan ég man verðið er núna 300 kr lítrinn.
Kúnni: Ertu að segja mér að verðið hafi hækkað núna rétt á meðan við vorum að tala saman?
Afgreiðslumaður: Jebb. Sjáðu til, við breytum verðunum og reglunum þúsund sinnum á dag, og fyrst þú ert ekki búinn að labba út með málinguna, ákváðum við að breyta. Ég ráðlegg þér að klára að versla, áður en við breytum aftur. Hversu marga lítra villtu?
Kúnni: Ég er ekki viss. Kannski svoan 20 lítra. Kannski ætti ég að kaupa 25 lítra bara svona til að vera viss um að ég hefði nóg.
Afgreiðslumaður: Nei, það gengur ekki. Ef þú kaupir málinguna og notar hana ekki geturu verið skaðabótaskyldur gegn okkur og við getum gert upptæka þessa málingu sem þú hefur í fórum þínum.
Kúnni: HA?!?
Afgreiðslumaður: Það er rétt. Við getum sellt þér nógu mikla málingu til að mála eldhúsið þitt, baðið ganginn og nyrðra svefnherbergið, en ef þú hættir að mála áður en þú málar svefnherbergið ertu að brjóta skilmálana okkar.
Kúnni: Hvaða máli skiptir það ykkur? Ég er búinn að borga fyrir málinguna.
Afgreiðslumaður: Það er engin ástaða að æsa sig herra minn, svona er þetta bara. Við gerum ráð fyrir því að þú notir alla málinguna, og ef þú gerir það ekki, skapar það allskonar vandamál fyrir okkur.
Kúnni: ÞETTA ER RUGL! Ég geri þá ráð fyrir því að eitthvað hræðilegt gerist ef ég held ekki áfram að mála eftir laugardagskvöld?
Afgreiðslumaður: Já það er rétt, það mun gerast.
Kúnni: Ok, ég er búinn að fá nóg! Ég fer eitthvert annað að kaupa mína málingu.
Afgreiðslumaður: Það skiptir eingu máli. Við vinnum allir eftir sömu reglunum. Þakka þér að mála með flugfélaginu okkar.
Kveðja