Segðu þetta aftur………

Eftirfarandi er grein sem er þýdd upp úr september útgáfu blaðsins Aircraft Illustrated. Sá sem les þetta í gegn er algjör hetja. Ef hann skilur það líka er hann meira en hetja.

Hvernig virkar INS eða Inertial Navigation System sem heitir á íslensku tregðuleiðsögukerfi ?

Flugvélin veit alltaf hvar hún er. Hún veit það því hún veit hvar hún er ekki. Með því að draga hvar hún er, frá hvar hún er ekki, eða hvar hún er ekki, frá hvar hún er (fer eftir því hvort er meira), finnur hún mismun, eða skekkju. INS kerfið notar skekkjur til að búa til villumerki sem skipanir sem segja vélinni að færa sig frá núverandi stöðu yfir á stað þar sem hún er ekki, og vélin fer þannig á stað þar sem hún var ekki, en er nú. Þar af leiðandi er núverandi staða, sú staða þar sem hún var ekki, og þá er rökrétt að áætla að sú staðsetning þar sem hún var er nú sú staðsetning sem hún er ekki. Ef af einhverjum orsökum staðsetning vélarinnar er nú sú sem hún var ekki, hefur INS kerfið nú fengið breytingu. Breytingar verða af völdum utanaðkomandi þátta, sem er ekki hægt að fara út í hér. Breyting er mismunurinn milli þess hvar flugvélin er og hvar hún var ekki. Ef breytingin er talin vera stór áhrifavaldur, er möguleiki á að leiðrétta með notkun sjálfstýringarinnar. Hins vegar, veldur notkun þess konar leiðréttingar krefst þess að vélin viti nú hvar hún var því breytingin hefur að einhverju leyti breytt upplýsingunum sem vélin hefur, svo hún er viss um hvar hún er ekki. Samt sem áður, er flugvélin fullviss um hvar hún er ekki (innan skynsemismarka) og veit hvar hún var. Nú dregur hún staðsetninguna þar sem hún ætti að vera, frá hvar hún er ekki, þar sem hún ætti að vera frá því þar sem hún var ekki (eða öfugt) og tekur mismuninn inn í útreikningana miðað við hvar hún ætti ekki að vera og hvar hún var, og finnur þannig muninn milli skekkjunnar og breytingarinnar, sem venjulega er kallaður villa (error).

Er þetta þá á hreinu?

P.s.

“You have never been lost, until you have been lost at Mach 3” – SR-71 Blackbird Commander.

Kv.

Mazoo