Jæja! Þá lítur út fyrir að Flugleiðir séu farnir að gera eitthvað að viti. Samkvæmt innanhúsheimildum eru flugleiðamenn búnir að krækja sér í stórt verkefni í Sviss fyrir 2 757. Ef þeir halda rétt á spilunum mun þetta fela með sér að uppsagnir allavega 35 flugmanna verða dregnar tilbaka. Þetta margumtalaða Boston verkefni sem sett var í salt eftir 11.sept er aftur komið á borð flugleiðamanna. Ef þessir menn hafa metnað og lagni til að láta hlutina ganga þá er hægt að þenja seglin í stað þess að draga þau niður. Þeir eru loks farnir að spila með hinum félögunum og átta sig á hver hagnaðarformúlan er. Sem er leiguflug og aftur leiguflug.Þetta er margsannað og félögin sem skila tölum réttum megin við núllið eru einmitt á þessum markaði. Á tímum sem þessum er áætlunarflug í hærri klassa því miður að tapa en low budged og charter félög að skila betri tölum. Of mikil yfirbygging í kringum lúxus þjónustu og risa flugfélög er eitthvað sem kemur í hausinn á mönnum á samdráttartímum sbr.Swissair,Sabena.
Þessi niðursveifla verður væntanlega ekki stöðug og vonandi ekki langvinn. Það er enginn ástæða til að fresta flugnámi vegna þess hvernig markaðurinn er í dag. Þetta er einmitt tíminn til að vera að læra og vera gjaldgengur í næstu uppsveiflu, því hún mun vafalaust koma. Fólk hættir ekki að fljúga, það er nokkuð víst. Þetta er niðursveifla sem kemur svona á 10 ára fresti.1981 olíukreppan,1991 Persaflóastríðið,2001 ýmsir samverkandi þættir(olíuverð,11.sept,efnahagslægð). Þetta er ekki óhófleg bjartsýni því svona hefur flugmarkaðurinn alltaf verið.Hratt niður,hratt upp. Eftir samdráttartíma er uppsöfnuð eftirspurn eftir flugferðum að magnast, svo þegar birta fer til í efnhagslífinu fer fólk að láta eftir sér að ferðast meira.
Þetta er mín fyrsta grein af vonandi mörgum á huga.is og öll komment góð eða slæm eru vel þegin. Ef enginn svarar þá er engin umræða.
Bestu kveðjur
lowpass